Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 102
66 3. október 2009 LAUGARDAGUR
KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn Jón
Arnór Stefánsson meiddist illa á
baki í æfingaleik með liði sínu CB
Granada gegn úkraínska liðinu
Khimki í fyrrakvöld. Samkvæmt
heimasíðu spænska félagsins er
talið líklegt að Jón Arnór verði
ekki leikfær fyrr en eftir þrjá til
fjóra mánuði.
Fram kemur á heimasíðu
spænska félagsins að Jón Arnór
hafi orðið fyrir meiðslunum þegar
hann féll illa í gólfið þegar hann
var að stökkva á eftir boltanum í
vörninni seint í fyrsta leikhluta.
Jón Arnór missti jafnvægið í loft-
inu og féll illa á vinstri hliðina úr
metra hæð.
Jón Arnór var umsvifalaust
fluttur á sjúkrahús til rannsókna
og myndatöku og sagði læknir
CB Granada-liðsins í viðtali
við opinbera heima-
síðu félagsins að
mögulega væru
hryggjarliðir eitt-
hvað brákaðir
en engin hætta
væri á mænu-
skaða. Læknir-
inn sagði að Jón
Arnór þyrfti nú
að hvíla sig til
þess að leyfa meiðsl-
unum að gróa áður
en hann gæti hafið
endurhæfingu. Meiðslin myndu því
líklega halda honum utan vallar í
þrjá til fjóra mánuði.
Stefán Eggertsson, faðir
Jóns Arnórs, segir í viðtali á
netmiðlinum karfan.is í gær
að Jón Arnór hafi borið sig vel
eftir atvikum þegar hann
heyrði í honum en vildi
ekki tjá sig frekar um
málið þegar Fréttablaðið
heyrði hljóðið í honum.
„Það er sprunga í bakinu sem
þarf tíma til að gróa. Hann fer því
sennilega ekki af stað fyrr en eftir
3-4 mánuði,“ sagði Stefán, sem var
þó búinn að ná tali af Jóni Arnóri.
„Þetta var leiðindahögg sem
hann fékk. Svona er nú bara lífið
í þessum bransa en þetta sýnir
manni líka að höggið hefur verið
mikið,“ sagði Stefán í viðtali við
Karfan.is í gær.
Jón Arnór samdi við CB Gran-
ada í upphafi síðasta mánaðar og
hefur leikið með liðinu í æfinga-
leikjum en nú er ljóst að hann miss-
ir af byrjun tímabilsins í spænsku
úrvalsdeildinni. - óþ
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson meiddist illa í æfingaleik með CB Granada í fyrrakvöld:
Líklega frá í 3-4 mánuði vegna meiðsla
JÓN ARNÓR Varð fyrir því
óláni að meiðast illa á baki í
æfingaleik með CB Granada í
fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SÓLNINGK ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722Smurstöð in K löpp , Vegmúla 4 , s ími 553 0440 Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn. is
Öryggi og gæði
Með Hankook dekk undir bílnum ertu öruggari í vetur.
Hankook vetrardekk tryggja gott grip allan veturinn
við síbreytilegar íslenskar aðstæður.
Þú færð Hankook dekk hjá Sólningu og Barðanum.
Afgreiðslutímar í
Sólningu, Smiðjuvegi og
Barðanum, Skútuvogi
Virka daga 9.00–18.00
Laugardaga 10.00–13.00
FÓTBOLTI Pepsi-deild kvenna lauk
um síðustu helgi þegar Breiða-
blikskonur tryggðu sér 2. sætið í
lokaumferðinni og þar með sæti í
Evrópukeppninni á næsta sumri.
Tveir lykilmenn Blika í sumar
stóðu líka uppi sem sigurvegarar
í kosningu allra þjálfara deildar-
innar um það hverjar hefðu skarað
fram úr í deildinni í sumar.
Allir þjálfararnir kusu
Fréttablaðið fékk alla þjálfara
deildarinnar til þess að velja þá
þrjá leikmenn sem þeim fannst
hafa verið bestir og þá þrjá leik-
menn sem þeir telja vera efnileg-
astar. Þjálfararnir röðuðu viðkom-
andi leikmönnum í 1. til 3. sæti,
fyrsta sætið fékk 10 stig, annað
sætið fékk sex stig og þriðja sætið
fékk þrjú stig.
Erna Björk Sigurðardóttir fékk
langflest stig sem besti leikmað-
ur Pepsi-deildar kvenna. Hún fékk
20 fleiri stig en sú næsta á listan-
um sem var Valsarinn Dóra María
Lárusdóttir. Erna fékk stig frá sjö
af tíu þjálfurum, þar af settu fjórir
þjálfarar hana í fyrsta sætið. Það
var síðan fyrirliði Íslandsmeistar-
anna, Katrín Jónsdóttir, sem varð
í 3. sæti í kjörinu.
Alls fengu tólf leikmenn atkvæði
í kjörinu og auk fyrrnefndra leik-
manna fengu Þórsarinn Mat-
eja Zver og Valsarinn Kristín Ýr
Bjarnadóttir einnig atkvæði í
fyrsta sætið.
Blómstraði í nýrri stöðu
Erna Björk Sigurðardóttir hefur
blómstrað í nýrri stöðu sem mið-
vörður og stjórnandi Blikavarnar-
innar. Hún hefur með því kórón-
að glæsilega endurkomu sína eftir
þrjú slitin krossbönd á stuttum
tíma. Hún hefur líka sem fyrirliði
og leiðtogi leitt ungt lið Blika í hóp
tveggja bestu liða landsins.
„Langbesti varnarmaður deild-
arinnar í sumar,” sagði einn þjálf-
arinn. „Búin að spila frábærlega
og halda vörn Breiðabliks saman,”
sagði annar og flestir ef ekki allir
eru á því að hún sé hjartað í bestu
vörn deildarinnar.
„Erna spilaði mjög vel í sumar.
Hún var lykilmaður í vörn Breiða-
bliks sem fékk á sig fæst mörk í
sumar, kórónaði svo frammistöðu
sína með tryggja sig í byrjunar-
liðið í flestum leikjum landsliðs-
ins. Hún býr yfir miklum hraða,
er útsjónarsöm og skoraði einn-
ig mikilvæg mörk fyrir lið sitt,“
var meðal þess sem var sagt um
Ernu.
Fanndís Friðriksdóttir fékk
langflest stig í kosningunni á efni-
legasta leikmanni deildarinnar en
hún fékk 28 fleiri stig en sú næsta
á listanum sem var Silvía Rán Sig-
urðardóttir hjá Þór/KA. Sumum
þjálfurum fannst þó erfitt að gera
upp á milli þeirra tveggja enda
báðar að spila mjög mikilvægt
hlutverk með sínum liðum þrátt
fyrir ungan aldur.
Fanndís fékk stig frá sjö af tíu
þjálfurum, þar af settu sex þjálf-
arar hana í fyrsta sætið. Valsarinn
Thelma Björk Einarsdóttir varð
síðan í 3. sætinu.
Alls fengu tólf leikmenn atkvæði
í kjörinu og auk fyrrnefndra leik-
manna fékk Blikinn Sara Björk
Gunnarsdóttir einnig atkvæði í
fyrsta sætið. Sara var ásamt Fann-
dísi eini leikmaðurinn sem fékk
stig í báðum kjörum.
Með einstakan hraða
„Lykilleikmaður í liði Breiðabliks
þrátt fyrir ungan aldur. Skoraði
mikið og bjó til mikið í sóknarleik
Breiðabliks með hraða sínum og
útsjónarsemi,“ sagði einn þjálfar-
inn um Fanndísi.
„Hún er mjög hæfileikaríkur
leikmaður, með einstakan hraða
og kann að skora mörk. Hún sýndi
líka að hún getur ráðið við press-
una,“ sagði annar og margir eru
farnir að setja hana í hóp með
bestu leikmönnunum.
„Orðin rosalega góð og einn
besti leikmaður deildarinnar þrátt
fyrir ungan aldur. Mikið efni þar á
ferð,“ var meðal þess sem var sagt
um Fanndísi. ooj@frettabladid.is
Erna Björk og Fanndís langefstar
Fréttablaðið fékk þjálfara Pepsi-deildar kvenna til þess að velja þrjá bestu og efnilegustu leikmenn deildar-
innar í sumar. Tvær Blikakonur fengu báðar mjög góða kosningu í efstu sætin í þessu kjöri þjálfaranna.
FLOTT SUMAR Blikarnir Erna Björk Sigurðardóttir og Fanndís Friðriksdóttir stóðu sig
frábærlega í sumar eins og kosning þjálfaranna ber merki um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BESTI LEIKMAÐUR PEPSI-
DEILDAR KVENNA:
1. Erna Björk Sigurðard., Breiðab. 55
2. Dóra María Lárusdóttir, Val 35 stig
3. Katrín Jónsdóttir, Val 26
4. Mateja Zver, Þór/KA 16
5. Rakel Hönnudóttir, Þór/KA 15
6. Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val 13
7. Sif Atladóttir, Val 9
8. Vesna Smiljkovic, Þór/KA 6
8. Sara Björk Gunnarsd. Breiðab. 6
10. Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabl. 3
10. Rakel Logadóttir, Val 3
10. Eyrún Guðmundsd., Stjörnunni 3
EFNILEGASTI LEIKMAÐUR
PEPSI-DEILDAR KVENNA:
1. Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabl. 66
2. Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór/KA 38
3. Thelma Björk Einarsdóttir, Val 25
4. Sara Björk Gunnarsd. Breiðabliki 22
5. Elínborg Ingvarsdóttir, GRV 9
6. Anna Björk Kristjánsd., Stjörnunni 6
6. Björk Björnsdóttir, Fylki 6
6. Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA 6
9. Katrín Ásbjörnsdóttir, KR 3
9. Rebekka Sverrisdóttir, KR 3
9. Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 3
9. Agnes Helgadóttir, Keflavík 3
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, hefur háð
mörg sálfræðistríðin við Arsene
Wenger, stjóra Arsenal, í gegnum
tíðina en hann er þó alveg tilbú-
inn að hrósa franska stjóranum
fyrir það sem hann hefur gert
hjá Arsenal. Wenger er nefnilega
orðinn sá stjóri sem hefur setið
lengst í sögu Arsenal.
„Arsene hefur náð því besta út
úr Arsenal. Liðið hefur náð frá-
bærum árangri síðan hann kom
þangað. Hann er trúr sinni sann-
færingu og það eru einnig hans
leikmenn,“ segir Sir Alex Fergu-
son. - óój
Sir Alex Ferguson:
Hrósar Wenger
á tímamótum
VIRÐING Ferguson og Wenger hafa
marga hildina háð en bera virðingu hvor
fyrir öðrum. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Tveir íslenskir knatt-
spyrnumenn komust í lið sept-
embermánaðar í dönsku úrvals-
deildinni hjá sjónvarpsstöðinni
TV2. Þetta eru þeir Rúrik Gísla-
son, miðjumaður OB, og Sölvi
Geir Ottesen, varnarmaður Sönd-
erjyskE.
Rúrik hefur nú verið valinn í
lið mánaðarins tvo mánuði í röð
hjá bæði TV2 og Tipsbladet auk
þess sem hann hefur verið í 2.
sæti yfir besta leikmann mánað-
arins í bæði ágúst og september.
Rúrik fær mikið hrós, Tipsbla-
det segir að þeir í Viborg hljóti
að svekkja sig yfir að hafa ekki
fengið meira út úr honum og TV2
líkir honum við hvirfilvind þar
sem hann er mjög ógnandi í sókn-
inni en jafnframt mjög vinnu-
samur.
Sölvi Geir fær einn-
ig mikið hrós fyrir að
stjórna vörn Sönder-
jyskE og á að mati
TV2 manna mik-
inn þátt í að
SönderjyskE
hélt hreinu í
2-0 sigri á FC
Midtjylland. Þá
er talað um að Sölvi
Geir sé undir smá-
sjánni hjá mörgum
stórliðum og að það
Danska úrvalsdeildin:
Rúrik og Sölvi í
liði mánaðarins
RÚRIK Hefur spilað
vel með OB í dönsku
úrvalsdeildinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM