Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 102

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 102
66 3. október 2009 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson meiddist illa á baki í æfingaleik með liði sínu CB Granada gegn úkraínska liðinu Khimki í fyrrakvöld. Samkvæmt heimasíðu spænska félagsins er talið líklegt að Jón Arnór verði ekki leikfær fyrr en eftir þrjá til fjóra mánuði. Fram kemur á heimasíðu spænska félagsins að Jón Arnór hafi orðið fyrir meiðslunum þegar hann féll illa í gólfið þegar hann var að stökkva á eftir boltanum í vörninni seint í fyrsta leikhluta. Jón Arnór missti jafnvægið í loft- inu og féll illa á vinstri hliðina úr metra hæð. Jón Arnór var umsvifalaust fluttur á sjúkrahús til rannsókna og myndatöku og sagði læknir CB Granada-liðsins í viðtali við opinbera heima- síðu félagsins að mögulega væru hryggjarliðir eitt- hvað brákaðir en engin hætta væri á mænu- skaða. Læknir- inn sagði að Jón Arnór þyrfti nú að hvíla sig til þess að leyfa meiðsl- unum að gróa áður en hann gæti hafið endurhæfingu. Meiðslin myndu því líklega halda honum utan vallar í þrjá til fjóra mánuði. Stefán Eggertsson, faðir Jóns Arnórs, segir í viðtali á netmiðlinum karfan.is í gær að Jón Arnór hafi borið sig vel eftir atvikum þegar hann heyrði í honum en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið heyrði hljóðið í honum. „Það er sprunga í bakinu sem þarf tíma til að gróa. Hann fer því sennilega ekki af stað fyrr en eftir 3-4 mánuði,“ sagði Stefán, sem var þó búinn að ná tali af Jóni Arnóri. „Þetta var leiðindahögg sem hann fékk. Svona er nú bara lífið í þessum bransa en þetta sýnir manni líka að höggið hefur verið mikið,“ sagði Stefán í viðtali við Karfan.is í gær. Jón Arnór samdi við CB Gran- ada í upphafi síðasta mánaðar og hefur leikið með liðinu í æfinga- leikjum en nú er ljóst að hann miss- ir af byrjun tímabilsins í spænsku úrvalsdeildinni. - óþ Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson meiddist illa í æfingaleik með CB Granada í fyrrakvöld: Líklega frá í 3-4 mánuði vegna meiðsla JÓN ARNÓR Varð fyrir því óláni að meiðast illa á baki í æfingaleik með CB Granada í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SÓLNINGK ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722Smurstöð in K löpp , Vegmúla 4 , s ími 553 0440 Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn. is Öryggi og gæði Með Hankook dekk undir bílnum ertu öruggari í vetur. Hankook vetrardekk tryggja gott grip allan veturinn við síbreytilegar íslenskar aðstæður. Þú færð Hankook dekk hjá Sólningu og Barðanum. Afgreiðslutímar í Sólningu, Smiðjuvegi og Barðanum, Skútuvogi Virka daga 9.00–18.00 Laugardaga 10.00–13.00 FÓTBOLTI Pepsi-deild kvenna lauk um síðustu helgi þegar Breiða- blikskonur tryggðu sér 2. sætið í lokaumferðinni og þar með sæti í Evrópukeppninni á næsta sumri. Tveir lykilmenn Blika í sumar stóðu líka uppi sem sigurvegarar í kosningu allra þjálfara deildar- innar um það hverjar hefðu skarað fram úr í deildinni í sumar. Allir þjálfararnir kusu Fréttablaðið fékk alla þjálfara deildarinnar til þess að velja þá þrjá leikmenn sem þeim fannst hafa verið bestir og þá þrjá leik- menn sem þeir telja vera efnileg- astar. Þjálfararnir röðuðu viðkom- andi leikmönnum í 1. til 3. sæti, fyrsta sætið fékk 10 stig, annað sætið fékk sex stig og þriðja sætið fékk þrjú stig. Erna Björk Sigurðardóttir fékk langflest stig sem besti leikmað- ur Pepsi-deildar kvenna. Hún fékk 20 fleiri stig en sú næsta á listan- um sem var Valsarinn Dóra María Lárusdóttir. Erna fékk stig frá sjö af tíu þjálfurum, þar af settu fjórir þjálfarar hana í fyrsta sætið. Það var síðan fyrirliði Íslandsmeistar- anna, Katrín Jónsdóttir, sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls fengu tólf leikmenn atkvæði í kjörinu og auk fyrrnefndra leik- manna fengu Þórsarinn Mat- eja Zver og Valsarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir einnig atkvæði í fyrsta sætið. Blómstraði í nýrri stöðu Erna Björk Sigurðardóttir hefur blómstrað í nýrri stöðu sem mið- vörður og stjórnandi Blikavarnar- innar. Hún hefur með því kórón- að glæsilega endurkomu sína eftir þrjú slitin krossbönd á stuttum tíma. Hún hefur líka sem fyrirliði og leiðtogi leitt ungt lið Blika í hóp tveggja bestu liða landsins. „Langbesti varnarmaður deild- arinnar í sumar,” sagði einn þjálf- arinn. „Búin að spila frábærlega og halda vörn Breiðabliks saman,” sagði annar og flestir ef ekki allir eru á því að hún sé hjartað í bestu vörn deildarinnar. „Erna spilaði mjög vel í sumar. Hún var lykilmaður í vörn Breiða- bliks sem fékk á sig fæst mörk í sumar, kórónaði svo frammistöðu sína með tryggja sig í byrjunar- liðið í flestum leikjum landsliðs- ins. Hún býr yfir miklum hraða, er útsjónarsöm og skoraði einn- ig mikilvæg mörk fyrir lið sitt,“ var meðal þess sem var sagt um Ernu. Fanndís Friðriksdóttir fékk langflest stig í kosningunni á efni- legasta leikmanni deildarinnar en hún fékk 28 fleiri stig en sú næsta á listanum sem var Silvía Rán Sig- urðardóttir hjá Þór/KA. Sumum þjálfurum fannst þó erfitt að gera upp á milli þeirra tveggja enda báðar að spila mjög mikilvægt hlutverk með sínum liðum þrátt fyrir ungan aldur. Fanndís fékk stig frá sjö af tíu þjálfurum, þar af settu sex þjálf- arar hana í fyrsta sætið. Valsarinn Thelma Björk Einarsdóttir varð síðan í 3. sætinu. Alls fengu tólf leikmenn atkvæði í kjörinu og auk fyrrnefndra leik- manna fékk Blikinn Sara Björk Gunnarsdóttir einnig atkvæði í fyrsta sætið. Sara var ásamt Fann- dísi eini leikmaðurinn sem fékk stig í báðum kjörum. Með einstakan hraða „Lykilleikmaður í liði Breiðabliks þrátt fyrir ungan aldur. Skoraði mikið og bjó til mikið í sóknarleik Breiðabliks með hraða sínum og útsjónarsemi,“ sagði einn þjálfar- inn um Fanndísi. „Hún er mjög hæfileikaríkur leikmaður, með einstakan hraða og kann að skora mörk. Hún sýndi líka að hún getur ráðið við press- una,“ sagði annar og margir eru farnir að setja hana í hóp með bestu leikmönnunum. „Orðin rosalega góð og einn besti leikmaður deildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Mikið efni þar á ferð,“ var meðal þess sem var sagt um Fanndísi. ooj@frettabladid.is Erna Björk og Fanndís langefstar Fréttablaðið fékk þjálfara Pepsi-deildar kvenna til þess að velja þrjá bestu og efnilegustu leikmenn deildar- innar í sumar. Tvær Blikakonur fengu báðar mjög góða kosningu í efstu sætin í þessu kjöri þjálfaranna. FLOTT SUMAR Blikarnir Erna Björk Sigurðardóttir og Fanndís Friðriksdóttir stóðu sig frábærlega í sumar eins og kosning þjálfaranna ber merki um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BESTI LEIKMAÐUR PEPSI- DEILDAR KVENNA: 1. Erna Björk Sigurðard., Breiðab. 55 2. Dóra María Lárusdóttir, Val 35 stig 3. Katrín Jónsdóttir, Val 26 4. Mateja Zver, Þór/KA 16 5. Rakel Hönnudóttir, Þór/KA 15 6. Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val 13 7. Sif Atladóttir, Val 9 8. Vesna Smiljkovic, Þór/KA 6 8. Sara Björk Gunnarsd. Breiðab. 6 10. Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabl. 3 10. Rakel Logadóttir, Val 3 10. Eyrún Guðmundsd., Stjörnunni 3 EFNILEGASTI LEIKMAÐUR PEPSI-DEILDAR KVENNA: 1. Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabl. 66 2. Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór/KA 38 3. Thelma Björk Einarsdóttir, Val 25 4. Sara Björk Gunnarsd. Breiðabliki 22 5. Elínborg Ingvarsdóttir, GRV 9 6. Anna Björk Kristjánsd., Stjörnunni 6 6. Björk Björnsdóttir, Fylki 6 6. Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA 6 9. Katrín Ásbjörnsdóttir, KR 3 9. Rebekka Sverrisdóttir, KR 3 9. Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 3 9. Agnes Helgadóttir, Keflavík 3 FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur háð mörg sálfræðistríðin við Arsene Wenger, stjóra Arsenal, í gegnum tíðina en hann er þó alveg tilbú- inn að hrósa franska stjóranum fyrir það sem hann hefur gert hjá Arsenal. Wenger er nefnilega orðinn sá stjóri sem hefur setið lengst í sögu Arsenal. „Arsene hefur náð því besta út úr Arsenal. Liðið hefur náð frá- bærum árangri síðan hann kom þangað. Hann er trúr sinni sann- færingu og það eru einnig hans leikmenn,“ segir Sir Alex Fergu- son. - óój Sir Alex Ferguson: Hrósar Wenger á tímamótum VIRÐING Ferguson og Wenger hafa marga hildina háð en bera virðingu hvor fyrir öðrum. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Tveir íslenskir knatt- spyrnumenn komust í lið sept- embermánaðar í dönsku úrvals- deildinni hjá sjónvarpsstöðinni TV2. Þetta eru þeir Rúrik Gísla- son, miðjumaður OB, og Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Sönd- erjyskE. Rúrik hefur nú verið valinn í lið mánaðarins tvo mánuði í röð hjá bæði TV2 og Tipsbladet auk þess sem hann hefur verið í 2. sæti yfir besta leikmann mánað- arins í bæði ágúst og september. Rúrik fær mikið hrós, Tipsbla- det segir að þeir í Viborg hljóti að svekkja sig yfir að hafa ekki fengið meira út úr honum og TV2 líkir honum við hvirfilvind þar sem hann er mjög ógnandi í sókn- inni en jafnframt mjög vinnu- samur. Sölvi Geir fær einn- ig mikið hrós fyrir að stjórna vörn Sönder- jyskE og á að mati TV2 manna mik- inn þátt í að SönderjyskE hélt hreinu í 2-0 sigri á FC Midtjylland. Þá er talað um að Sölvi Geir sé undir smá- sjánni hjá mörgum stórliðum og að það Danska úrvalsdeildin: Rúrik og Sölvi í liði mánaðarins RÚRIK Hefur spilað vel með OB í dönsku úrvalsdeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.