Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 23
Vér komum út í birtu og blæ,
en brugðið var oss þá,
því heljarbleik var ásýnd eins
og annars hræðslugrá,
og aldrei sá ég auma menn
hefja augu af slíkri þrá.
Ei hryggra manna sveit ég sá,
er svona áfjátt leit
þann heiða blett, er höfum vér
að himni, í fangasveit,
og sérhvert smáský fleygt og frjálst,
á ferli um blámans reit.
En höfðum drúptu sumir samt,
og sá var til, er. fann,
að borið hefði honum það,
sem hæfði inn seka mann:
Það eitt, er lifði, inn dæmdi drap,
hið dauða sjálfur hann!
Því grafró sálar grandar sá,
er glepst a ð n ý j u af synd.
Hann flær af henni flekkuð tröf,
unz flóir dreyrans lind,
er gamlar benjar bresta á ný
og blæða í sand og vind!
Með ólánstötur, örvum sett,
sem apa og skrípa prjál,
í hring vér gengum, merktir menn,
um malbikssvæðin hál,
í hring vér gengum, hljóðir menn,
sem hefði enginn mál.