Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 33
fræða- og' listiðkana hjá drengnum. Og Einar óx seint,
hann óx vel. Mest viðbrigði á ævi hans voru eflaust
þau, er hann kom úr einangrun og stöðugri lægð ís-
lenzkrar menningar á áttunda tug siðustu aldar inn
i livassviðri og hvirfilbylji Evrópumenningarinnar, eins
og það veður stóð af Georg Brandes á þeim árum í
Danmörku. Enda var Einar þá á viðkvæmasta og lirif-
næmasta skeiði ævinnar. Er ekki óliklegt, að mynd lians
hefði orðið með öðru móti i sögu og bókmenntum, ef
hann hefði þá haft tækifæri til að kasta sér yfir skáld-
sagnaritun. Má ráða það af hlut hans í Verðandi.
En Island liafði ekkert að bjóða embættislausum
manni og kvæntum í tilbót. Hins vegar stóð Vestur-
heimur opinn, og þar gerðist Einar andlegur leiðtogi
um tíu ára skeið. Raunar var Winnipeg sízt meiri menn-
ingarborg um þær mundir en Reykjavík. En sá var
þó munurinn, að Winnipeg óx eins og gorkúla á liaug,
þar sem Rejdcjavík naraði eins og ljós á skari. Ekki
dylst það, að Einar, nýkominn frá Kaupmannahöfn,
lítur nýlenduborgina og landnemamenninguna all-
smáum augum. Einkum mun vegur kirkjunnar þar
vestra liafa verið lionum þyrnir i augum. En hann átti
sinn lilut eins og aðrir undir vexti og viðgangi íslenzku
nýlendunnar, og liann var svo vitur að verja sér til
að efla hag hennar að sínum liluta í stað þess að eyða
afli sínu i ófrjóar deilur gegn kirkjunni. Hann var íhug-
tdl áhorfandi. Óvinir lians sögðu, að hann gengi með
cfaglolt á vör, og hrugðu honum um geðleysi. En hann
lét það sjaldan á sig fá.
En á þessum árum safnaði hann þeirri lífsreynslu,
er síðar varð grundvöllur að flestum gerðum lians, eftir
það að hann kom heim til íslands. Hugur hans sner-
ist frá þröngsýnni, lcröfuharðri stefnu realismans til
víðfaðma skilnings á mönnum og málefnum, þótt fá-
vísleg gætu sýnzt. Og hann gerðist sannfærður um, að
kærleika- og bróðurþelskenning kristins dóms væri
33