Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 34
hin eina heillavænlega stefna til viðreisnar mannkyn-
inu. En aulc þess lærði hann að meta liinar verklegu
framfarir Ameríkumanna og rækt þeirra við alþýðu-
fræðsluna, er birtist i barnaskólum þeirra og unglinga-
skólum.
Þegar heim til fslands kom, brá honum mjög í brún.
Hann skildi ekki lengur í deilunni við Dani. fslend-
ingar höfðu ekki hugmynd um, að það, sem þeir þurftu,
var ekki meiri lögskilnaður frá Dönum, heldur sterk
innlend stjórn, er beitti sér fyrir verklegum framkvæmd-
um. Fyrir þessu beittist Valtýr, eins og Eimreiðin hans
bendir til, og Einar (Isafold) studdi hann, og þeirra
varð i rauninni mestur sigurinn, er Hannes Hafstein
varð ráðherra, þótt aðrir „stælu eggjum þeirra“. Hér
höfðu þá amerísku framfarirnir vísað honum leið. Þær
gerðu það líka í skólamálunum: andspyrna gegn gömlu
málunum, tómlæti um hærri skóla, en áherzla á að
leggja grundvöll alþýðufræðslunnar, sem Guðmundur
Finnbogason framkvæmdi að lokum.
Á síðustu árum nítjándu aldarinnar kom endurkast-
ið frá realismanum í líki endurfæddrar þjóðrækni og
framsóknarþrár. Hélt enginn þessum fána liærra á loftj
en Einar Benediktsson (í Dagslcrá), en á fyrsta tug
hinnar nýju aldar flokkuðust allflestir ungir menn og
upprennandi um þann fána. í pólitík kröfðust þess-
ir menn aukins sjálfstæðis, jafnvel fulls skilnaðar frá
Dönum (Guðmundur Hannesson). Einar hreifst með og
gerðist eins og ávallt hinn ágætasti liðsmaður og leið-
togi i málinu. En þegar kröfunum fékkst ekki fullnægt,.
átti Einar mikinn hlut að þvi að reyna að bræða sam-
an hina stríðandi flokka. En ekki var honum né öðr-
um þakkað það af þeim, sem mest vildu í gegn gang-
ast. Eftir það átti Einar lítinn hlut að stjórnmálum, en
sjá má, að á seinni árum var bann hlynntari, eða a. m.
k. sanngjarnari, i garð jafnaðarstefnunnar en aðrir póli-
tískir flokkar vildu vera láta. Hann hélt og fast á skoð-
34