Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 35
unum sínum um skólamál gegn liinu rómantíska aft-
urhvarfi til klassisku málanna, sem mjög varð tizka
á þriðja tug aldarinnar.
Kynni Einars af bindindismálum hófust fyrst í Vest-
urheimi, en austan hafsins átti liann eflaust góðan þátt
í að leiða bannmálið til lykta.
En engu máli, sem hann tók sér fyrir hendur, vann
liann af jafnmikilli alúð og þolgæði og spíritismanum.
Þessi amerísku Tómasar-trúarhrögð voru svo úr garði
gerð, að þau ein gátu svarað spurningu hins efagjarna
raunhyggjumanns: Er nokkuð liinum megin? Einar hafði
samúð með kærleikskenningu kristindómsins, einkum
eftir að nýguðfræðingarnir liöfðu hreinsað liana af sora
lielvítiskenningarinnar. En trú hans um annað líf varð
að vera vissa reist á staðreyndum, sem að hans dómi
voru óyggjandi. Frá þeim staðreyndum gat hann svo
aftur trúað sögum Nýjatestamentisins á annan bóginn,
en íslenzltum þjóðsögnum á hinn.
Og eins og liann hafði barizt við hlið Björns Jóns-
sonar fyrir valtýsku framfarastefnunni og síðar sjálf-
stæðismálinu — og barizt til sigurs, — þannig bai’ðist
liann og við hlið Haralds Níelssonar til sigurs fyrir
spíritismann, sem enn mun eiga geysivíð ítök í hugum
landsmanna.
II.
Kjör Einars lengi framan af áruni leyfðu honum ekki
tíma né tækifæri til að fást við það, sem liann helzt
vildi, en það var sagnagerðin. Auk þess virðist hann
hafa verið seinþroska. Það er ekki fyrr en með „Von-
um“ (1888), að hann er þess fullvís, að hann hefur
listina á valdi sinu. Þá er hann kominn nálægt þrí-
tugu. Enn liður nærri áratugur, áður en hann skrifar
næstu smásögur sinar, þá staddur sér til heilsubótar
suður á Korsíku. Og þegar fyrsta skáldsagan hans,
Ofurefli, kemur út, skortir hann eitt ár í fimmtugt (1908).