Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 36
Þelta skýrir að nokkru rithöfundareinkenni lians. Það
er reyndur maður i skóla lifsins, sem á pennanum
lieldur, þegar hann loksins tekur að skrifa. Og það er
maður, sem hefur lært til lilílar þá sagnalist, sem lfon-
um er eiginleg.
Þegar Einar loks byrjar fyrir alvöru að skrifa, eru
þeir tímar liðnir, er berjast þurfti gegn þröngsýni og'
vanalrú 19. aldarinnar. Gremjan situr að vísu enn
í honum til hinna trúhræsnisfullu kvenvarga, sem lík-
lega hafa ekki verið sérlega fágæt fyrirhrigði á upp-
vaxtarárum lians og jafnvel síðar. Má lieita, að það
sé hin eina manntegund, sem hann liefur ekki reynt
að skýra og skilja i sögum sinum.
Vonir og Þurrkur eru mjög hlutlausar sögur, brot
af lífinu séð gegn um skáld-gleraugu. 1 Sveini káta
dáist liann enn að manninum, sem nýtur lifsins, með-
an dagur er, en i Örðugasta hjallanum er um það
vélt, livort sjálfsafneitun og fórnfýsi sé ekki Jiklegri
lífsvizka. Mannúð hans ljómar af titlum eins og Smæl-
ingjar, og Fyrirgefning ítrekar hið krislilega kær-
leiksboð — án þess að hatast við þá, sem hneykslun-
um valda.
I Ofurefli og Gulli boðar Einar hinn bjartsýna, mann-
úðarríka, en haturs- og helvítislausa kristindóm nýju
guðfræðinnar. Samt er þung undiralda þykkju í þess-
um bókum gegn andúðinni, heimskunni og tuddaskapn-
um, sem i’ís mót þessum kærleikshoðskap. Ástæðan
er sú, að Einar var þá ofsóttxir mjög fyrir álxuga sinn
á spíritiskum fyrirbrigðum. Þetta eykur gildi bókanna,
þær eru lifandi innlegg í strið dagsins.
Eftir það skrifar Einar ekki mörg deilurit i skáld-
búningi.
Að skilja er sama og að fyrirgefa. Þetta er setning,
sem skýrir eigi aðeins meðferð Einars á söguhetjum
sínum, ekki sízt söguþrjótunum, lxeldur einnig afstöðu
hans til deilumála dagsins og stefna timans. Ilann er
36