Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 37
svo vitur maSur, að liann sér ávallt tvær hliðar á hverj-
um manni, á hverjum málstað. Þessu lýsir hann mjög
vel i Á vegamótum. En liann er líka svo vitur, að
liann sér fræ dauðans í hverri nýrri stefnu og aftur-
lcast allrar framvindu. Þetta segir hann berum orð-
um í Andvökukvöld. Þetla er hættuleg vizka, svo
sönn sem hún er, en á Einar verkaði hún svo, að liann
gætti ávallt hófs í framburði skoðana sinna og áliuga-
mála, ef ekki i raun og veru þá að minnsta kosti á
yfirborðinu.
Næstu verk Einars eru leikritin Lénharður fógeti og
Syndir annarra. Auk þess sem þau halda í mannúðar-
iiorfinu, þá eru þau bæði innblásin af pólitískum hug-
sjónum dagsins: sjálfstæðismálinu.
Þótt Einar kæmi frá Ameríku með hugann fullan
af tekniskum yfirburðum Vestmanna og þótt hann
að sjálfsögðu beitti sér fyrir þessum framförum sem
blaðamaður, þá verður þess ekki beinlínis vart sem
tendens í sögum lians, eins og t. d. i sögum Jóns Trausta.
Þó mun líf borgaranna í Reykjavík ávallt vera fært
lieldur til liærra vegar en raun gaf vitni um. „Ander-
son“ er og undantekning frá þessu. Hann er nýi tím-
inn holdi klæddur, kominn heint vestan úr heimi með
tæknina i vasanum. Hann getur allt. Hinir framsæknu
Islendingar klöppuðu honum lof í lófa og þóttust aldr-
ei séð hafa þvílílcan mann. Aftur á móti kom rödd
að vestan, sem kannaðist ekki við þennan Amerikana,
enda gerði Einar eklcert með þá hlið hans, sem að tekn-
iskri framsókn sneri eftir það.
Samt sem áður gengur Anderson mjög aflur í liin-
um seinni bókum Kvarans, sem hinn gæfusami mað-
ur, er allt tekst. En þar sem Anderson flýtur á milljón-
unum í Vesturheimi, þá eiga þessir gæfumenn flestir
fjársjóðu á himnum, eða með öðrum orðum greiðan
aðgang að öðrum heimi. Svo er um ritstjórann í Sálin
vaknar, sem á þroska sinn að þakka skyggni sinni, og
37