Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 38
svo er um lækninn í Sambýli. Aftur á móti á Valdi,
glanninn, i Sögum Rannveigar, leiðsögnina að þakka
konu sinni. Lestina rekur Gæfumaðurinn i svo nefndri
sögu.
En það verður ekki annað sýnna en það sé trúar-
vissa Einars sjálfs á siðari árum, sem speglast i þess-
um einkennilega líku söguhetjum.
Úr þvi að minnzt er á þessa leiðsögn Rannveig-
ar, er rétt að benda á hlutverk það, sem Einar vel-
ur konum i sögum sinum. Þær eru frelsandi andar
og átrúnaðargoð mannanna. Þorbjörn trúir á Sigur-
laugu lifandi og dauða, sama gerir Jósafat um Siggu
sína, og báðir deyja þeir sælir í þeirri trú. Kaldal trú-
ir á Rannveigu, — og er hér ekki allt upp talið. Er
þessi trú að nokkru leyti bókmenntalegur arfur, eins
og sjá má af meðferð þeirra Rjörnsons og Ibsens (sbr.
Solveigu í Pétri Gaut), að nokkru lejdi er það raun-
liæf athugun skáldsins sjálfs.
Er hann liafði skrifað sögurnar Sálin vaknar, Sam-
býti og Sögur Rannveigar, stóð Einar á tindi lýðhylli
sinnar. Nærri hver maður aðhylltist mannúðar- og fyr-
irgefningarkenningu lians. Menn unnu liinum bjarta
heimi, sem hann lmðaði, liinu góða sambýli þessa heims
og annars. Mjög margir aðhylltust kenningu spíritism-
ans (sem Einar liafði þá boðað á öðrum vetlvangi),
og fæslir ömuðust við því, þótt á henni bæri í bók-
um hans, þótt einstaka maður talaði um tendensinn
sem óalandi og óferjandi í bókmenntariti. Auk alls
annars voru bækurnar prýðilega skrifaðar, byggðar af
snilld og bráðskemmtilegar aflestrar.
Þá kom Sigurður Nordal og rauf töfra þeirra. Renli
fyrst á veilurnar í list Einars, siðan á það, áð þær ættu
rót í lífsskoðun lians. Varð úr þessu ein hin merkasta
bókmenntadeila, sem nokkru sinni hefur háð verið á
íslandi, og er liún enn i ferslcu minni. Blöðin munu
sýna, að Nordal átti þungan róður gegn áliti almenn-
38