Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 39
ings, sem fylg'di Kvaran. Eigi að síður var krafa Nor-
<ials um takmörkun fyrirgefningarkenningarinnar,
skarpari línur á takmörkum góðs og ills, orð í tíma
talað. Og þott Einar léti það ekki ásannast, þá má sjá
þess merki á Gæfumanni, að hann sá, að kynslóðin
þurfti ekki bara fyrirgefningar, heldur lika vandar við.
Einar lifði það líka, að ráðizt var af alvöru á spíri-
tismann, sem um það bil var farinn að bera heldur
vafasama ávöxtu og eklci að skapi Einars né ann-
arra leiðtoga lians. En þótt gamall væri, tók bann upp
vörnina með venjulegri skerpu, og urðu margir til að
lilaupa undir bagga með honum. Má segja, að Einar
liafi verið sjaldhittur gæfumaður að lifa til hárrar elli
og hafa enn vænlegan flokk manna, ef ekki allan fjöld-
ann, á handi sínu. Þetta er enn merkilegra, þegar þess
er gætt, hve liraðfleygum breytingum aðstæður og skoð-
anir manna liafa tekið einmitt á síðustu tveim áratug-
unum, sem Einar lifði. Sýnir það, hve frábær andleg-
ur leiðtogi liann var, þótt eigi færi hann alltaf geyst.
Kannski var liann það einmitt af því, að liann fór ekki
geyst.
39