Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 41
og auðu strönd. Og sumum mun meira að segja finn-
ast eins konar kemiskt samband milli þessarar fyrir-
huguðu steinkirkju og sálmaskáldsins, því að svo kenndi
amma mín mér í æsku, að Hallgrímur Pétursson hefði
setið í innanhöggnum steini, þegar liann orti Passíu-
sálmana. Þessi anima min liafði verið tólf ár þénustu-
pía hjá nafnfrægum presti, séra Birni Þorvaldssyni, sem
í þann tið þjónaði Stafafelli í Lóni og var unnandi
séra Hallgríms.
En hvað sem annars má um þetta hugsa, þá er það
þó efalaust, að í fyrravetur var' fjársöfnuninni til Hall-
grímskirkju það langt komið, að gert liafði verið mót
af musterinu eftir teikningu liúsagerðarmeistara ríkis-
ins, Guðjóns Samúelssonar. Þetta mót var síðan haft
almenningi til sýnis um páskahelgarnar úti i búðar-
glugga Jóns kaupmanns Björnssonar í Bankastræti.
Mig minnir, að öll dagblöð bæjarins flyttu fréttir af
sýningunni. Og flest eða öll luku þau lofsorði á þetta
nýjasta listaverlc húsagerðarmeistara. Jafnvel sjálft mál-
gagn kommúnista, sem trúlaust fólk er alltaf að brigzla
urn trúleysi, var þá svo langt leitt í guðsríkis- og sam-
einingaráttina, að það bafði ekkert við þetta að at-
huga, hvorki við mótið né kirlcjuhugmyndina.
Það var þó sérstaklega eitt dagblað liöfuðstaðarins,
sem flutti langa og mjög lofsamlega grein um kirkju-
liugmynd þessa og teikningu liúsagerðarmeistara, er það
virtist hiklaust stimpla sem frumlegt, rammíslenzkt
meistaraverk. Greinarhöfundinum fannst meira að
segja svo til um útstillinguna á módelinu, að hann komst
svo að orði, að þetta væri „óvenjulegur, kirkjulegur
athurður“ í andlegu lífi bæjarbúa. Hann sagði enn
fremur, að fyrr á öldum, í katólskum sið, hefðu fagr-
ar kirkjur verið reistar i öðrurn löndum álfunnar. En
islenzka þjóðin hefði aldrei getað lcomið upp neinu
varanlegu listaverki í kirkjustíl sakir vöntunar á liald-
góðu byggingarefni. En nú væri þessi menningaróvinur
41