Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 42
yfirunninn. Byggingarefnið væri fengið, og þjóðin hefði
eignazt húsagerðarraeistara, listamann, sem flutt liefði
þá þjóðlegu nýjung inn i hyggingarlist vora að líkja
eftir linum íslenzkra fjalla (ef ég man rétt).
Sjálfum sér ætlar liann þó nokkurn bróðurhlut af
þessu mikla. menningarmáli. Hann rifjar það upp fyrir
lesendum hlaðsins, að það hefði verið sín liugsjón, að
koma bæri upp i hverju héraði landsins einni liöfuð-
lcirkju, sem yrði eins konar dómkirkja þeirrar byggð-
ar. Og okkur, sem i Skólavörðulioltinu búum og enn þá
erum lausir við þetta villimanna-bjölluhringl, okkur gef-
ur hann það fyrirheit, að Skólavörðutorgið biði eftir
dómkirkju höfuðstaðarins.
Byggingu Hallgrímskirkju telur liann auðvitað mikið
menningarspor fyrir Borgarfjarðar- og Mýrahérað. Og
menningunni, sem hún flytur íbúum þessara liéraða,
lýsir liann á þessa leið: Söfnuðurinn eignast þarna
fegursta guðshús á landinu. Þangað myndi koma mikill
fjöldi gesta á hverju sumri til þess að skoða bygging-
una. Hún héldi minningunni um sálmaskáldið vakandi
í huga þjóðarinnar. Og Borgfirðingar og Mýramenn
fengju þar sína höfuðkirkju, sem þeir myndu sækja
víða að úr héraðinu i vor- og sumarblíðunni.
Trúaður maður, sem virti fyrir sér upptalningu þess-
ara menningarverðmæta, mundi fljótlega reka augun
í það, að greinarhöfundurinn virðist ekki hafa neinn
snefil af áhuga á því, sem um allar kristnar aldir hef-
ur þó verið talið meginhlutverk kirkjunnar: að vernda
og efla kristindóminn og leiða sálir safnaðanna til
drottins. Það verður heldur hvorki séð, að liann láti sig
það neinu skipta, að presturinn, sem þarna á að hoða
fagnaðarerindið, né innihald fagnaðarerindisins sam-
svari að einhverju leyti þeim hundruðum þúsunda, sem
á að kasta í þessa kirkjubyggingu. Kröfum lians sýnist
vera fullnægt með því, að þarna verði reist glæsilegt
musteri svona til venjulegra pokaguðsþjónustna, en þó
42