Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 44
ástandi þeirra tima, að þá var ekki til nein sú stofn-
un, sem gæti leyst þessi vandamál eins vel af hendi..
Vald kirkjunnar var að mestu leyti byggt á trú og,
heilaspuna, sem hafði að haklijarli það allsherjar-sálar-
ástand fjöldans að eiga mjög erfitt með að gera grein-
armun á ímyndun og slaðreynd. Hyrningarsteinn kirkj-
unnar var með öðrum orðum hinn frumstæði maður.
En frumstæði maðurinn liefur smám saman hreytzt í
rannsakandi, rökhugsandi veru, sem finnur ekki full-
nægingu í að ímynda sér og trúa í blindni, heldur spyr
um orsakir og leitast við að kryfja til mergjar sann-
leiksgildi hlutanna. Það er að skilja: Frumstæði mað-
urinn hefur verið að breytast skref fyrir skref í vís-
indalega hugsandi veru.
Þessi þróun gengur að vísu grátlega hægt. En þó má
með sanni segja, að öllum svo nefndum menningar-
þjóðum hefur miðað það í áttina til liugsandi vits, að-
ekki væri lengur unnt að koma þeim til að trúa jafn
fáránlegum endemum og kirkjan gat fyllt þær af á
miðöldunum. Útbreiðslumálaráðherra nazistanna get-
ur að visu látið sæmilega greindan Þjóðverja trúa því,.
að Gj'ðingar séu undirrót allrar verstu siiillingar í
heiminum, að obbinn af frönskum konum séu hórur
og skækjur, útflúraðar af syfílis og lekanda, og bolse-
visminn sé gereyðingar-djöfulskapur, sem öllum kristn-
um þjóðum beri að segja lieilagt stríð á hendur. En
ef þessi útbreiðslumálaráðherra færi að reyna að sann-
færa Þjóðverjann um það, að hann hefði ílogið á priki
norður á Blocksbjærg siðustu Jónsmessunótt, liefði set-
ið þar dýrlega veizlu með djöflum og árum, liefði stig-
ið dans við nakta púka, hefði kysst á rassinn á sjálf-
um erkidjöflinum og hefði þegið af honum hvítleitt
duft til þess að eyðileggja með ekrur og búpening júnk-
aranna í Stór-Þýzkalandi, þá grunar mig, að jafnvel
þessi trúgjarni Þjóðverji færi að efast um, að þessi ljós-
liærði, fagurlimaði ariameistari væri með öllum mjalla-
41