Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 45
3En þessu gátu útbreiðslumálaráðherrar miðaldakirkj-
unnar látið greint fólk renna niður eins og finustu svina-
iíótelettum. Og þó að útbreiðslumálaráðherrann gæti
lcannski hýtt þennan hreinhjartaða aría út i heilagt
stríð gegn bolsevisma, þá vona ég að minnsta kosti, að
hann yrði að smyrja belur á en meistarar miðaldanna,
ef liann ætti að fá hann til að marséra fótgangandi
nlla leið austur i Palistinu til þess að reka Gvðinga-
svínin af gröf Jesú Krists. En einnig þetta g'átu mið-
aldameistararnir.
Þessi breyting einstaklingsins úr frumstæðum manni
í drög til rökhugsandi veru er undirstaða vísinda og
tækni vorra tíma. En það voru aftur visindin og' tækn-
in, sem opnuðu augu almennings fyrir þeirri staðreynd,
að hugmyndafræði kirkjunnar og þar með veldi henn-
ar hvíldu á tómum ímyndunum og heilaspuna. (Sbr.
t. d. sköpunarkenningu liennar, kenningu hennar um
eðli jarðarinnar og himingeimsins, um andlega gerð
mannsins, um lifið eftir dauðann, og þannig óendan-
lega.) Þetta er einn af sigrum liins vísindalega anda,
hins tækniþjálfaða hugar, yfir umkomuleysi hins frum-
stæða manns.
En þessir sigrar eru þó ekki enn sem komið er nein-
ir fullnaðarsigrar. I nálega öllum einstaklinguní loðir
enn þá eftir rneira eða minna af liinu frumstæða eðli,
sem beilir klóm og kjafti til að viðhalda sjálfu sér á
kostnað liins vísindalega manns og með ofbeldi gegn
hinum vísindalega manni. Hugsið yður til dæmis liina
barnalegu kirkju- og safnaðarfundi, þar sem fáfróðan
fundarlieim klígjar ekki við að gera kröfur og samþvkkt-
ir um svo flókin viðfangsefni, að það þyrfti margra ára
vísindanám, jafnvel oft óralangar vísindarannsóknir,
til þess að bera hið minnsta skynbragð á, hvað mað-
ur væri í raun og veru að gera. En grófgerðast form
hefur ofbeldi frummennskunnar tekið á sig nú á tim-
um í hátterni fasistanna á Italíu og nazistanna í Þýzka-
45