Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 46
landi. En þá fyrst eru sigrar liins vísindalega viðhorfs.
eintaklingsins fullnaöir, þegar það hefur náð varan-
legu taumhaldi á frumstæðu eðlisþáttunum.
Þó að nálega allir einstaklingar séu enn þá þannig
skiptir (auðvitað í mjög mismunandi hlutföllum) milli
tveggja fjarskyldra afla, þá hafa samt sigrar hins vis-
indalega manns þegar áunnið svo niikið, að þeir hafa.
gerbreytt ásýnd heimsins og umbylt viðhorfi þjóð-
anna til flestra viðfangsefna. Á sviði kirkju og trúmála
liafa þeir haft svo róttæk áhrif, að megnið af því valdi,.
sem kirkjan iiafði skorðað sig með á miðöldunum, hef-
ur verið dregið undan yfirráðum hennar og fengið í
hendur hinum ýmsu greinum vísinda- og veraldlegra
stofnana. Og þar er ég lcominn að þungamiðju þessara.
lína.
Uppeldis- og fræðslumálin, sem á miðöldunum voru
viðfangsefni kirkjunnar, eru komin í hendur uppeldis-
fræðinga, sálarfræðinga, sálsýkislækna og kennara, und-
ir yfirrráðum rikisins. Ríkið hefur og tekið réttarfarið’
f sínar liendur. Vísindin eru einungis orðin viðfangsefni.
vísindamanna og vísindastofnana. Heilbrigðismálin eru
orðin verkefni vísindalega menntaðra lækna, heilsu-
fræðinga og íþróttafrömuða. Góðgerða- og líknarstarf-
semin er horfin undir alls konar góðgerðafélög og líkn-
arstofnanir, en að nokkru leyti liefur verið bætt úr
eymdinni með mannúðlegra þjóðskipulagi. Jafnvel sjálf
„eilífðarmálin“, meginaðall og höfuðdjásn geistlega
valdsins, eru að dragast í liendur sálarrannsóknastofn-
ana, miðla og spíritista, það er að skilja: eru að renna
út af hinum frumstæða kenningargrundvelli kirkjunn-
ar, sem engum umbótum hefur tekið í 1500 ár, yfir á
svið hinnar rannsakandi hugsunár. Nú er varia nokkur
Reykvíkingur svo óratvis, að hann villist heim til prests-
i örvæntingu sinni til þess að leita fræðslu um látinn
ástvin. Ef hann leitar nokkuð, þá leggur hann leið sína
rakleitt heim til Láru.
46