Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 47
Með öðrum orðum: Hin vaxandi greind hugsunarinn-
ar, aukin iækni og batnandi þjóðskiiiulag liafa svipt
kirkjuna öllu, sem fyrr á öldum skóp henni traust liins
hjálparvana fólks, vakti lirifningu hins frumstæða
manns og gaf lienni þar með þann svip að eiga skyn-
samlegan tilverurétt sem þjóðfélagsstofnun. Hún held-
ur þar engu eftir öðru en storknaðri vanahefð og löngu
úreltu kenningamasi, sem hefur orðið aftur úr hinni
andlegu þróun, er utanvellu við alla vísindalega liugsun,
öll vísindi og alla tækni, er móderni mannfélags-
lcenningum gersamlega óviðkomandi og hefur ekki liið
minnsta gildi fyrir uppeldis- og siðakenningar hins
nýja tima, sem reistar eru á þeirri vísindalegu megin-
reglu, að menn verði að þekkja eðli hinna andlegu afla,
áður en unnt sé að beina þeim á farsælar braulir. Og
það er meira að segja með öllu úlilokað, að kirkjan
nái þvi nokkurn tíma aftur, sem hún hefur þegar misst
og á enn þá eftir að glata, nema því aðeins að mann-
kynsins hiði það liræðilega lilutskipti að lirapa niður
í hið frumstæða ástand, að vísindi og tækni hrynji í
rústir, — að hinn frumstæði maður afmái af jörðinni
hina visindalega liugsandi veru.
Af þessum ástæðum ætti það að vera hverjum heil-
vita manni ljóst, að það er ekki nokkur skíma af viti
i því háttalagi, að við förum að kasta fé á glæ í dýr-
ar kirkjubyggingar að hætti frumstæðari miðaldaþjóða,
En við eigum þess í stað að reisa listaverk, sem liafa
svipað gildi fyrir lif okkar og kirkjan hafði fyrir líf
miðaldamannsins. Og þar hiða okkar þrotlaus viðfangs-
efni, lífsnauðsynjarmál, sem allar aðrar menningar-
þjóðir hafa leyst af liöndum fyrir langalöngu.
Ilver eru þessi viðfahgsefni? Hver eru þessi lífsnauð-
synjarmál? Ég skal nefna aðeins örfá, þar sem brýn-
ust nauðsyn kallar.
Okkur vantar barnahæli og dagheimili fyrir börn.
Okkur vantar barnaleikvelli og hæli handa vandræða-
47