Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 48
Jjörnum. Og okkur vantar fábjánahæli, drykkjumanna-
hæli, sæmileg hressingarhæli og liæli fyrir taugaveikl-
uð fólk.
Er þetta ekki ærið hjá þjóð, sem nú er á góðum vegi
með að koma sér upp álitlegri sveit af glæpamönnum
og úrkynjuðu vandræðafólki og er sennilega flestum
þjóðum auðugri að sjúkdómum og pestilentsíum? Er
þetta þá ekki ærið, þó að við göngum án blygðunar
fram lijá þeim annars flokks vesaldómi, að við eigum
enga sálarrannsóknastofnun, enga viðunandi íþrótta-
velli, enga nýtilega sól- og sjávarbaðstöð, elckert leik-
liús, enga sæmilega menntaða leikara, enga almennilega
orðabók yfir móðurmál vort, vantar fjölda skólahúsa
viðs vegar um landið, drepum fóllc eða gerum það að
skepnuin í svívirðilegum kjallaragrenjum, höfum ekki
séð okkur fært að rannsaka gagnsemi hinna margróm-
uðu hvera til lækninga á sjúkum mönnum og verðum
að búa 1 liöfuðborg, sem er svörl af stimkolamekki allan
veturinn og mórauð af lífsliættulegu sandkófi, hvenær
sem vindur blæs sumarmánuðina o. s. frv. o. s. frv.?
Meðan okkur vantar slíkar nauðsynjastofnanir og
meðan við þykjumst ekki geta veitt okkur neina þeirra
fyrir fátæktar sakir, — er það þá ekki óvitabrjálæði
að fara að kasta liundruðum þúsunda í Hallgríms-
kirkju og aðrar sviiiaðar höfuðkirkjur, sem enginn heil-
vila maður þráir, enginn hefur í raun og veru minnstu
þörf fyrir og ekki myndi þoka einni einustu sál um
liársbreidd nær andlegri eða líkamlegri fullkomnun?
Eg skýt þessu til hinnar einföldustu skynsemi, hinnar
hversdagslegustu mannúðar, í von um, að slíkir liæfi-
leikar risi upp og reyni að koma vitinu fyrir þessa and-
legu blindingja. Við eigum nóg af kirkjum, sem standa
galtómar allt að 365 daga á árinu. Og við eigum livergi
svo mikið af guðsótta, að liann rúmist ekki innan þeirra
kirkjuveggja, sem til eru í landinu.
Með þessu vil ég engan veginn selja fót fyrir það, að
•48