Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 49
eitthvað verði dyttað upp á minningu Hallgríms Pét-
urssonar, jafnvel þótt ég harmi það sárlega, að hið
sjúklega aldarfar samtiðar þessa gáfaða manns skyldi
siíta út andriki hans j'fir jafn gagnslausu efni og pínu
og dauða persónu, sem var horfin burt af þessu stigi
tilverunnar fyrir liartnær 1700 árum. En á liinn bóginn
hef ég þó nokkra ástæðu til að hugga mig við það, að
þróun þessa snillings í hinum himneska lieimi hafi
runnið svo svipað skeið og þróun vor í þessari veröld,
að honum myndi nú miklu kærar, að við reistum til
minningar um hann þarflegt barnaheimili heldur en
kirkju, er ekki myndi gera nokkrum manni meira gagn
en sú kirkja, sem til er í Saurbæ. Og ég hef meira að
segja nokkur rök fyrir því, að séra Hallgrimur sé nú
svo hátt hafinn yfir alla vora strokuhestalegu áttliaga-
fjötra og óvitalega patriótisma, að honum stæði ná-
kvæmlega á sama, hvort lóðin undir slíka byggingu
yrði valin uppi á Hvalfjarðarströnd eða á einhverjum
öðrum stað, sem oss hentaði betur.
Hallgrímur Pétursson orti betur en öll samtíðarskáld
hans um pínu og dauða manns, sem negldur var upp
á kross fyrir skoðanir sínar, — reyndar ekkert einstakt
flónskuverk í mannkynssögunni. Og hann virðist liafa
tekið sér þjáningar hans álíka nærri eins og liann hefði
borið þær með honum alla leið úr garðinum Getsemane
og þangað til trantaralýður æðstuprestanna hafði lokið
hetjuverkum sínum á Golgata. Snilld Hallgríms í með
ferð þessarar harmasögu getum við gjarnan þakkað með
því að reisa til minningar um hann barnalieimili, er
beri svo af öðrum byggingum á landi voru sem sálm-
ar lians sköruðu fram úr andlegum kveðskap samtíð-
arinnar. Og þjáningar hans ættum við að endurgjalda
með því að reyna að ala þar svo upp dálítið brot af
æsku landsins, að það hendi aldrei sú mikla ógæfa að
krossfesta nokkurn mann fyrir skoðanir lians. Það er
49