Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 50
sú mesta virðing, sem unnt er að sýna minningu Hall-
gríms Péturssonar.
Einhvern veginn á þessa leið myndi greinarhöfund-
urinn hafa hagað minningarandakt sinni um módelið
að Hallgrímskirkju í sýningarg'lugga Jóns Björnssonar,
ef hann liefði viljað sýna ofurlitinn lit á að skilja þær
breytingar, sem orðið liafa á vitsmunalífinu, síðan mið-
aldakirkjurnar risu af grunni.
En ef til vill geri ég honum rangt til með því að
gefa í skyn, að hann hafi ekki áttað sig á svo augsýni-
legum fyrirbærum. Ef til vill hefur honum verið það
eins ljóst og mér, live þessi Hallgrimskirkj a og aðrar
svipaðar höfuðkirkjur eru í raun réttri algerlega fánýt
fyrirtæki frá sjónarmiði þekkingarinnar, móralsins og
mannúðarinnar. Það grisjar meira að segja í ýmislegt
í grein hans, sem virðist gefa það í skyn, að liún sé
rituð af umliyggju fyrir allt öðru en velferð kirkjunnar.
En yrði hlutskipti höfundarins þá nokkru öfunds-
verðara, þó að við legðum þann skilning i greinina,
að hún liafi verið rituð noklcurn veginn með þetta fyrir
augum: Það getur borgað sig belur fyrir pólitiskt fylgi
mitt og flokks míns að þykjast vera með kirkju og
klerkum heldur en að láta þessi efni afskiptalaus eða
standa gegn þeim?
Ég geri ráð fyrir, að dómarnir falli eftir þvi, livort
menn verðleggja hærra skynsemina eða móralinn.
En frá mínu óbrotna sjónarmiði liorfir þetta þannig
við: Það þarf stærri átök til umbóta á kjörum almenn-
ings en pólitísku flokkarnir heima á íslandi liafa af-
rekað í seinni tíð til þess að réttlæta þau diplómatisku
sniðugheit að ginna þjóðina til að byggja dýrar kirkj-
ur, meðan hún er svo efnalega á vegi stödd, að hún
getur ekki komið sér upp jafn nauðsynlegri stofnun
og einföldu barnahæli.
í sveit einni á Suðausturlandi gerðist sá atburður fyr-
ir þó nokkrum árum, að forgöngumenn lireppsfélags-
50