Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 51
ins ruku til og rifu gamla timburkirkju, sem hreppur-
inn átti, og reistu í stað liennar stóra og all-dýra stein-
kirkju. En þessi musterisgerð varð þó til svo lítillar
vakningar fyrir trúarlífið þar eystra, að presturinn tók
engum framförum, þólt ungur væri, prédikunariðnað-
inum fór heldur hrakandi og kirkjusóknin hefur verið
eftir sem áður þetta tvisvar til þrisvar sinnum á ári
og þá hjá flestum í allt öðrum tilgangi en að lyfta
hjörtum sínum upp til hinna himnesku lystisemda.
Þessi hreppur, sem þetta gerir, er svo örsnauður, að
hann hefur ekki haft efni á koma upp skólahúsi yfir
börn sin. Hann á ekki heldur neitt sæmilegt samkomu-
hús, en verður nú að dragnast undir skuldum af kirkju-
gerðinni og samvizkunagi allra skynsamari manna
hreppsins fyrir að hafa hlaupið þetta skammarlega
frumhlaup.
Er nú liægt að liugsa sér öllu bjálfalegri misbrúkun
á fátækt sinni en þetta? Hverjum er þessi kirkjubvgg-
ing til blessunar? Hverjum er hún til gagns? Þessir
menn eru eins og óvitar, sem hafa ekki hugmynd um,
hvað þeir eru að gera. Ætli þessari fátæku sveit liefði
ekki verið sæmra að koma sér upp laglegu skólahúsi
fyrir þessa peninga og gera þar hörn sin að mannbor-
legu og menntuðu fólki, sem yrði sjálfu sér og hreppnum
til svolítið meiri sóma en farið hefur orð af hingað til?
Geri ég heilbrigðri skynsemi Hallgrímskirkjumann-
anna og greinarhöfundarins of hátt undir höfði með
því' að vona, að þeir geti dregið einhverja gagnlega lær-
■dóma af óvitaskap þessa hreppsfélags, sem er ekki neitt
•einstakur í sinni röð, lieldur aðeins eitt sorglegt dæmi
af mörgum svipuðum heima á Islandi?
Ef reynslan sýnir, að vitsmunum þeirra ætlar að
verða það ofviða að tileinka sér rétta lærdóma af þess-
um skrælingjahætti, þá vildi ég spyrja alþýðu manna,
hvort henni finnist ekki mál til komið að mótmæla þess-
um fíflaskap og heimta, að fénu, sem safnazt hefur til
51