Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 54
móti fengum við að nokkru leyti lilutdeidd i tilveru
þess, áhygg'jum þess og vonum. Atvik og viðburðir röð-
uðust saman. — Enn á ég margar minningar frá þess-
um ferðum.
Víða var kvartað yfir nágrönnunum, sums staðar var
sultur. Á einum stað höfðu fjórir bræður hrapað fyrir
björg steinsnar frá bænum, viku áður en við komum
þangað, á öðrum hafði móðirin orðið hrjáluð og verið
flutt á burtu í böndum frá átta ungum börnum. Við
sáum 22 ára gömul hjón, sem fært höfðu þjóðinni fimm
uppvaxandi einstaklinga. Þau hjuggu i afskekktri, hafn-
lausri vík við rælur reginfjalla. Við sáum vanfæra konu,
sem stjúpsonurinn liafði misþyrmt, og fluttum liana til
læknis, og við sáum gamlan mann, sem ekki gat talað
um annað en son sinn, sem liann hafði misst í sjóinn
fyrir mörgum árum.
Þetta eru allt ömurlegir hlutir, en við kynntumst líka
mörgu til mótvægis þeim. Víða fundum við þrekmikla
og heilbrigða menn, sem örðug lifsbarátta hafði hert,
en ekki brotið á bak aftur, og stundum gat komið fyr-
ir, að ánægjuleg atvik ættu sér stað.
Við vorum einmitt að koma úr einni þessari ferð okk-
ar, þegar ég sá Önund fyrst. Slcipið var að leggja að
hafnarbakkanum í Reykjavík. Hann stóð þar frammi
á brúninni, eins og hann væri að bíða eftir okkur. Iiann
var álútur og dálítið kýttur i herðunum, grannur og vis-
inn, horaður og fölur i andliti, meinleysislegur ©g sauð-
þrár á svipinn. Hann tók við kastlínunni hjá okkur,
dró upp landfestina og batt hana, og þegar við vorum
lagztir að, kom hann um borð til okkar.
— Hvers konar náungi er nú þetta? hugsaði ég. Út-
lit hans benti lielzt til þess, að hann væri sjúklingur, en
hreyfingar lians fólu ekki í sér þá aðgæzlu, sem veik-
um mönnum er lagin. Klæðnaður hans sýndi, að hann>
gekk ekki i vinnu, en samt var hann mjög fátæklegur.
54