Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 55
Iiann geklc aftur í eldhús til kokksins, settist þar og
fékk kaffi.
— Ertu búinn að fá atvinnu? spurði kokkurinn.
— Nei, sagði Önundur. — Ég hef ekkert fengið að
gera.
Þegar Önundur var farinn í land aftur, spurði ég
kokkinn um hann.
— Hann liefur stundað múrverk, sagði kokkurinn, —
en nú hefur liann verið atvinnulaus meira en árið. Það.
ér bágt fyrir mann með stóra fjölskyldu.
— Hefur liann verið veikur? spurði ég.
— Nei, hann fær ekkert að gera nú orðið. Ilann er
ekki lærður, og samtökin útiloka liann frá vinnu hér-
í Reykjavík.
— Getur hann ekki unnið sem óbreyttur verkamað-
ur? spurðhég.
— Hann liefur einhvern veginn lent út úr því, svar-
aði kokkurinn.
Þá vissi ég það. Önundur var atvinnuleysingi, og þessi
klæðnaður lians var leifar frá þeim tima, þegar liann
var vfirmaður, hafði nóga vinnu og þurfti ekki að kvíða
morgundeginum, eins og nú orðið.
Svo liðu nokkrir mánuðir.
Skipið fór sínar ferðir og kom til Reykjavikur við,
og við, og aldrei höfðum við verið lengi í liöfn, þegar
Önundur kom um borð til okkar. Það brást ekki, að
kokkurinn spurði hanri sömu spurningarinnar, hvort
hann hefði nokkuð fengið að gera, og svarið var alltaf
það sama, enn hafði hann ekki fengið neitt.
— Það er þreytandi, þetta atvinnuleysi.
Kokkurinn þekkti hann vel, bar hann mjög fyrir
brjósti og talaði oft um hann við mig. — Hann á konu
og börn, sagði hann. — Þau hafa lítið, stundum sára,
sára lítið. Ilann blótaði stéttasamtökunum. Hingað til
hafði ég haldið, að þau væru nauðsynleg og ekkert nema
55.