Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 56
gott væri hægt um þau að segja. Nú sá ég, að skortur
og bágindi gátu líka flotið i kjölfari þeirra. „Hvar sem
er ljós, þar er einnig skuggi“, stendur skrifað. Ég fór
að vorkenna Önundi eins og kokkurinn.
En Önundur var alltaf eins, alltaf í sömu fötunum,
alltaf jafn skinlioraður og alltaf með þennan meinleys-
islega og sauðþráa svip á andlitinu. Hann ráfaði um
og virtist vera sönn ímynd auðnuleysisins. Það liefur
víst komið mörgum á óvart, þegar hljóðbært varð, að
hann liefði lagt til orustu við örlög sín og hygði á land-
vinninga í ríki framtíðarinnar.
Önundur kom um borð til okkar. Kokkurinn spurði
eins og vanalega:
— Ertu búinn að fá nokkra atvinnu?
— Já, ég er búinn að fá stöðu, svaraði önundur.
Við litum upp stórum augum. Ilverju vorum við að
furða okkur á? Þurftum við að verða hissa, þó að Ön-
undur fengi eitthvað að gera? Eða liafði auðnuleysis-
bragurinn á honum gert okkur vissa um það undir
niðri, að ekkert biði hans nema þetta að ráfa um og
svara alltaf á sama liátt spurningunum um það, livort
hann hefði fengið nokkuð að starfa.
— Þegar ekki er hægt að hjarga sér á einum stað,
verður maður að bera niður á öðrum, sagði Önundur.
— Ég lief fengið stöðu sem vitavörðui’.
Nú þurftum við ekki lengur að spyrja. Hér var að-
eins um einn vita að ræða. Hann stendur á hárri kletta-
brún neðst í dálitlum hvammi utan i ófærum fjöllum.
í nágrenni lians er enginn bær, og ekki er viða örðugri
leið til næstu byggða. Þessi staður lieitir Selvík. Já, ön-
undur liafði sannarlega lagt til orustu við örlögin. Hlut-
skipti útkjálkabúans átti að falla honum í skaut, og ég
þekkti það nógu vel til þess að sjá í hendi mér, að liann
var ekki vel fallinn til þeirrar baráttu, sem hlaut að
bíða lians í Selvík, nema ef vera skyldi, að þessi sauð-
þrái svipur á andliti lians væi'i tákn þess, að undir niðri
5G