Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 57
lijá honum leyndist sú seigla, sem verður að vera einn
uðalþáttur í eSli útkjálkabúans, ef vel á að fara.
Eftir þetta sáum við Önund daglega um tíma. Það lá
fyrir okkur að flytja hann til sins nýja heimkynnis.
Hann þurfti að ráðgast um liitt og annað við yfirmenn
skipsins og undirbjó ferð sina af kappi. Hann var stöð-
ugt á ferli, talsvert áhugameiri en áður. Allir máttu
sjá, að hér var maður að framkvæma djarflega fyrir-
ætlun.
Einn dag var svo komið með húslóðina hans niður
á hafnarbakkann. Dótinu liafði verið komið fyrir aftan
é vörubíl, og einhver ókunnugur vagnstjóri keyrði. Hann
ruslaði þvi i flýti niður af vagnpallinum og handlék það
með þessu fyrirlitningarfulla kæruleysi, sem algengt er,
uð eigur fátæklinganna verði fyrir, og ók siðan brott,
en eftir varð á hafnarbakkanum ofurlítil lirúga af lé-
legum húsmunum. Um kvöldið átti að sigla af stað norð-
ur í Selyík með Önund og fólk lians innanborðs.
Þetta var einn af þessum algengu haustdögum i
Reykjavík, loftið þokufullt og vætuþrungið og hæg suð-
læg gola. Það skrölti í eimvindum skipanna, sem lágu
við hafnarbakkann, þar sem verið var að vinna, og
vagnarnir, sem óku fram lijá, gusuðu frá sér kolaryks-
hlandaðri for á háða bóga.
Þegar dinunt var orðið, kom Önundur um borð. Nú
var hann ekki einn eins og jafnan áður. Með lionum
var kona hans og tveir ungir drengir. Enginn fylgdi
þeim til skips. Munaðarleysi þeirra snauðu var ríku-
lega fallið þeim í skaut. En þegar við vorum að leysa
landfestarnar, kom einhver fram á liafnarbakkann og
spurði eftir honum. Það var skuldheimtumaður.
Svo sigldum við af stað. Skipið seig með liægri ferð
frá landi og út úr hafnarmynninu, síðan full ferð áfram
i stefnu fyrir Jökul, út í myrkur liaustkvöldsins, vfir
úfinn flóann, og Ijósadýrð höfuðstaðarins fjarlægðist
jafnt og þétt. — Önundur vafðist um þilfarið, meðan við
57