Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 58
vorum að sæbúa. Seinna rakst ég á liann, þar sem hann
stóð við lúkarskarminn og skyggndist út i myrkrið fram-
undan.
— Ég er feginn að vera kominn af stað, sagði hann,.
og það var auðheyrt á rómnum, að nú var Önundur í
góðu skapi. Svona er að kveðja þar, sem einskis er að
sakna. Og mér fannst eðlilegt, þó að hann tryði því, að'
einhvers staðar úti í þessu myrkri hlyti að vera stað-
urinn fyrir hann, fyrst fullreynt var orðið, að honum
væri ofaukið í ljósadýrðinni að baki okkar.
Eftir sólarlirings siglingu vorum við komnir í grennd:
við Selvík og vörpuðum akkerum í góðu skjóli. Ekki
var til neins að halda lengra, því sjór var úfinn úti
fyrir og klettaströnd Selvíkur hafnlaus með öllu. Um-
nóttina stóð ég vörð á liundvaktinni. Dálítil sneið af
tunglinu skein við og við í rofum dökkra skýja. Hér
norður frá hafði snjóað, fjöllin voru hvít, nema þar
sem klettabrúnirnar gægðust fram og láglendisræman
niður undan þeim, grá í rót af snjóföli. Vikin, sem við
lágum á, er breið og skeifulöguð. Hingað og þangað með-
fram henni standa bæir. Þeir voru að sjá eins og litlir,.
dökkir deplar á úlfgrárri undirlendisræmunni, og út til
hafsins grillti i hvítfaldaðar öldur á úfnum sjávarflet-
inum. — Álengdar heyrðist þungur niður. Hann kom
frá vindinum, sem næddi gegnum klettaskörðin uppi
í fjallabrúnunum, straumi rastanna úti við nesin og.
ólgu liafsins. — Samt fannst manni bæði vera hljótt
og kyrrt. I þessari liljóðlátu kyrrð vakna vonir og djarf-
ar hugmyndir í sál útskagabarnsins, en hugum þeirra
vöxnu beinir hún inn á við og veitir þeim sterku, þrek-
miklu og þroskuðu frið í sálina, en vekur ugg hjá þeim
veiku og biluðu. En kaupstaðarbúinn, sem þekkir ekki
né skilur umhverfi útkjálkans, finnur fyrst, hve hann.
er ægilega einn, þegar þar að kemur, að þessi mikla
kyrrð og djúpa þögn smýgur inn í sál hans, og þá er
við búið, að hann fyllist skelfingu yfir einstæðingsskap.
58