Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 59
sínum. — Svona var umhverfið þar, sem Önundur átti
fyrir liöndum að glíma við örlög sín.
Á fimmta degi komum við loks til Selvikur og vörp-
uðum akkerum fram undan vitanum. Þá var gott veð-
ur, en lendingin i Selvík virtist samt ekki vera árenni-
leg. Meðfram landinu var óslitin hvit rák. — Það var
brimgarðurinn, og sums staðar skvettist löðrið hátt upp
i klettana. En þegar yfirmenn skipsins voru búnir að
stara nógu lengi gegnum sjónauka sína i áttina til lend-
ingarinnar, þá fundu þeir af hyggjuviti sínu, að fært
myndi vera. Uppskipunarbáturinn var settur á flot, og
við bjuggum okkur af stað í land.
Þetta var reynsluferð, og hún tókst vonum framar.
Reyndar hálf-fyllti bátinn, það braut á flúðum ekki ára-
lengd frá borðstokknum, og áður en við komumst inn
í lendinguna, strönduðum við á klettarima, sem lokaði
leiðinni þangað upp að mestu leyti, og við urðum að
vaða upp undir axlir til að losa okkur. En allt þetta
voru smámunir, og í næstu fei'ð tókum við Önund, konu
lians og báða dx-engina.
Eiginlega sá ég lxana nú fyrst. Hún var veikbyggð og
óhraustleg, auðsjáanlega þróttlaus af blóðleysi og inni-
verum, ein af þessum algengu kaupstaðarkonum úr
hópi fátæklinganna. Þegar hún kom upp á þilfarið,
renndi liún augunum fyrst út á sjóinn, siðan í áttina til
lands, upp til klettanna, sem vitinn stendur á, siðan upp
til fjallanna, sem gnæfa þar upp yfir og ganga í sjó
fram til beggja handa. Það fór lirollur um hana, augna-
ráðið varð kvíðafullt, ótti þess ístöðulausa beið ekki
skammdegis eða óveðursnætur til að veikja þrek henn-
ar. — Veslings kona!
Við bjuggum um hana miðskipa í bátnum. Hún sat
þar á kassa með drengina, sinn við lxvora lilið. Ég reri
frammi í og sá í andlit hennar á leiðinni í land. Hún
var óróleg og skimaði út yfir sjóinn án afláts. En þeg-
ar við komum inn á milli boðanna, þar sem ekki var
59