Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 67
uiútímalist eftir Matisse, Picasso, Braque, Modigliani,
Duby og marga fleiri. Rump var á stúdentsárunum í
félagsskap stjórnleysingja. Seinna varð hann sósíalisti
og var lengi i bæjarstjórn Kaupmannahafnar, en auk
þess liafði hann mikinn áhuga fyrir nýrri list og varði
jniklu fé til kaupa á frönskum verkum. Jafnframt því,
sem hann gaf Rikissafninu listaverk sín, gaf liann einnig
stóra uppliæð, sem verja skal af árlega til innkaupa
á nýjum listaverkum. Þau ákvæði eru sett, að aðeins
má kaupa verk, sem eru eigi eldri en 25 ára, og er þann-
ig séð fyrir, að hið nýja komi fram og sé til sýnis í
Rikissafninu. Einnig að þessu leyti hefir Rump lagzt
ú móti straumnum.
Fáir eru þeir núlifandi listamenn, sem eins mik-
íð hefur verið deilt um eins og Spánverjann Pahlo Ruis
Picasso, sem fæddist í Malaga 23. okt. 1881.
Ungur kom liann til Parísar til þess að nema mál-
aralist, og varð liann fljótt mikill vinur ýmissa franskra
listamanna, til dæmis Georges Braques. Picasso var
óvenjulega gáfaður og hráðþroska listamaður. Strax
á unga aldri gerði hann verk, sem telja má, að séu heil-
steyjit listaverk, þótt þau þoli ekki samanburð við það,
sem seinna kom frá hans snilldarhendi og fremur má
likja við yfirnáttúrleg sköpunarverk en mannlega getu,
svo sem Guernica, er hann málaði i spanska sýningar-
salinn í Paris 1937 fyrir spönsku stjórnina, en henni
fylgir liann að málum á móti Franco, enda kvað
hann af mikilli rausn hafa iijálpað spönskum flótta-
mönnum í París, en Picasso er sagður rikur vel. Hann
virðist sameina í list sinni raunsæi og dulrænt liug-
myndaflug, sama og maður rekst oft á lijá hinum miklu
gömlu spönsku listamönnum, en fágað og mótað af lifs-
reynslu og sjálfstæðum athugunum. En liversu mikið
hann liefur frá franskri list eða hvað honum er í hlóð
borið, er ekki hægt að segja með vissu. En eitt er víst,
að frá mörguni af verkum hans andar á móti oss sam-
65