Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 68
tímis ískaldur veruleiki og glóðheitur andi. Sjálfur
talar hann oft um þá miklu þakklætisskuld, sem hann
sé í við franska list og París, þar sem hann hefur búiS
svo lengi.
Picasso og Braque unnu saman á unga aldri, og eftir
aldamótin, á árunum 1906 til 1908, varð kubisminn til
hjá þeim báðum í sameiningu. Til þess að gera sér
Ijóst, hvernig kubisminn eiginlega varð til, er nauðsyn-
legt að kynna sér vel það, sem gerðist í hinum franska
listaheimi um aldamótin. Margar ólikar hugsjónahrær-
ingar gerðu þá vart við sig innan v'eggja hinna mörgu
vinnustofa í Montmartre og hjá listamannahópnum vi5
Place Ravignan. 1 nærfellt 20 ár höfðu ýmsir, sem að-
hylltust hugsjónastefnuna, leitað eftir einfaldleika og
strangara formi. Af þeim var Ganguin sá, sem mest
bar á. Hugsunin um verðleika línu, ljóss og skugga sem
hlutlausa fegurð, skipaði hærri sess lijá Matisse,
sem í fyrsta sinn 1908 birti opinberlega skoðun sína
á þýðingu sjálfrar myndarinnar: að hún væri einvöld
og háð sinu innra lögmáli. Margir voru undir áhrif-
um frá Cezanne. Með list sinni hafði hann snortið viS
veruleikanum, en snertingin var svo hárfín, að hún
virtist óraunveruleg. Menn uppgötvuðu þá Negraskúl-
túrinn, og ýmsir urðu fyrir áhrifum frá lionum. Þetta
og margt fleira varð til þess að losa um böndin, sem
áður höfðu knýtt listina svo fast við veruleikann. Fyrstu
kúbisku verk þeirra Picassos og Braques, sem raun-
ar eru nokkuð óálcveðin, eru einskonar skipulögð rúm-
fræði og sýna greinilega vilja í þá átt að bjóða nátt-
úrunni byrginn til þess að gefa myndinni auðsætt lif-
andi samræmi.
Árið 1908 sendi Braque nokkur verk á Salon d’au-
tomne, en þau voru ekki tekin með, svo að hann sýndi
þau á sérsýningu. Matisse sá þessi verk og hafði talað
um, að þau væru máluð í teningum. Listdómararnir tóku
hann á orðinu og kölluðu málarann kúbista, þ. e. þann,
66