Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 70
yrða, a'ð engin önnur listastefna liefur náð jafn föstum
tökum og kúbisminn, ekki aðeins á málara- og
myndhöggvaralist, lieldur líka á byggingarlistina, livar
sem er í heiminum. Þar liefur kúhisminn komið af
slað fullkominni hyltingu, sem liægt er að sannfærast
um jafnvel við að ganga eftir hæ okkar, Reykjavik, og
athuga nýbyggingarnar þar.
Á hinni fyrrnefndu sýningu hafði Picasso 33 verk.
Auk hinnar geysistóru Guernica-myndar, sem er 7%
metri á breidd og 4 metrar á hæð, voru mörg mál-
verkin um og yfir 2 metrar á livorn veg. Verk þessi eru
máluð á siðustu 20 árum, enda gaf sýningin mjög gott
3'firlit yfir starf listamannsins, sem engan veginn er
einhæft. Hann liefur, auk hinna kúbisku mynda, mál-
að verk, sem minna á hina gömlu klassisku list. Hann
er með afhrigðum góður teiknari, og virðist þar allt
leika i höndunum á lionum. Hann hefur málað góð-
ar mannamyndir. En dýpst virðist liann samt ná i
hinum síðustu verkum sínum, þar sem liann fremur
öðru túlkar ást sína og samúð með Spáni og liatur sitt
til uppreisnarinnar. Þar birtist hann ekki aðeins sem
mikill listamaður og hrautryðjandi, lieldur líka miklu
fremur sem ástriðufullur, tilfinningaríkur maður. Og í
Guernica speglast stór, ástríðurík sál, sem er hafin langt
upp fyrir það almenna.
Guernica er aðallega máluð með gráum litum, svart
er dýpsti litur og hvítt sá liæsti, öll teiknuð með svört-
um lit. Efnið er, eins og áður var getið, sótt til spönsku
uppreisnarinnar, þegar flugvélar Francos gereyddu
Guernica-horgina, sem var algerlega varnarlaus. Mynd-
in er hugsuð á tveimur sviðum. Öðrum megin er gripa-
hús. Þangað hafa menn reynt að leita sér liælis, og
hinum megin sér svo út á opna götu. í haksýn teygja
sig eldtungur upp í loftið, en kona krýpur á götunni og
fórnar upp liöndum, um leið og liún liorfir á eftir flug-
vélunum, sem öllum hörmungunum ullu. I loftinu i
68