Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 72
aðstæðum hins daglega lífs. Þetla er eðlilegt, þar eð
sérhvert málverk lifir aðeins hjá þeim, sem skoðar það.
Þegar menn byrja á mynd, fá þeir oft fagra hluti
gefins. Það er hezt að vera á verði fyrir slíku, maður
á að eyðileggja myndina og gera liana upp á ný, um-
skapa hana aftur og aftur. Þó að eyðilagður sé fund-
inn lilutur, afmáir maður hann ekki, en hann hreyt-
ist í hvert sinn. Þetta skapar framhald verksins og ger-
ir það kjarnmeira. Gott verk er árangurinn af
fleygðum fundum og tilviljunum. — Hugsjónirnar
og tilfinningarnar eru kveiktar i verk manns og geta
ekki sloppið úr verkinu. Þær sameinast óaðskiljanlega
lilutum þess, og eins þótt nærvera þeirra sé ógreinan-
leg. Hvort maðurinn vill það eða eklci, er hann liljóm-
grunnur náttúrunnar. Hún þröngvar á liann eiginleik-
um sínum innri og ytri .... Það er ekki hægt að gera
uppreisn móti náttúrunni. Hún er sterkari hinum sterk-
asta manni. Það er bezt fyrir okkur að koma okkur
vel við hana. Yið getum leyft oklcur dálítið frjálsræði,
en það eru aðeins smámunir ....
Listamaðurinn er miðdepill ýmis konar strauma, sem
koma úr öllum áttum, frá himni og jörðu, frá pappirs-
blaði, frá andliti, sem við mætum á förnum vegi, frá
köngurlóarvef. Það er þess vegna, að við megum ekki
gera mun á hlutunum. Iljá þeim er enginn stéttamis-
munur. Við verðum að taka það, sem not er fyrir, hvar
sem það finnst.“
Ragnar Hoppe segir: „Enginn nútiðar listamaður
hrærir eins við fólki og Pablo Pieasso, enginn er eins
dýrkaður og enginn heldur jafn hataður. Rúmlega
fimmtugur liefur hann komið af slað fullkominni hylt-
ingu í listheiminum og færl listinni fleiri ný verðmæti
en nokkur annar, sem nú er á lífi. Hann liefur byggt
upp, en hann hefur líka rifið niður. Það er lika margra
skoðun, að hann sé hættulegur maður.“ En það alversta
er, segir Hoppe, að Pieasso stendur aldrei kyrr; að liann
70