Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 76
HELGE KROG:
SKÁLDSKAPUR OG SIÐERNI
I. Örlög hins uppreisnargjarna skálds.
Allur verðmætur skáldskapur á sér siðrænt gildi —
ug um leið siðræna þýðingu, hvað sem því viðfangs-
efni líður, sem tekið er til meðferðar. Sé hann verð-
xnætur sem skáldskapur, byggist það á þvi einu, að
þar fá mál ný sýn, ný reynsla, ný þekking, — og af
því leiðir óhjákvæmilega, að slíkur skáldskapur ber
í sér siðrænt gildi. Öll ný þekking, ný athugun, ber
í sér siðrænt gildi, siðræna þýðingu. Sá skáldskapur,
sem ekkert hefur inni að halda annað en gamlar, marg-
raulaðar vísur og smávægileg tilbrigði fornra athug-
ana, er á hinn bóginn ekki aðeins gersneyddur sið-
rænu verðmæti, — heldur hefur heinlínis ósiðræn álirif.
Hann er sljóvgandi og heimskandi.
En þessi fullyrðing, að allur verðmætur skáldskapur
húi yfir siðrænu gildi, liggur þeim ekki umsvifalaust
í augum uppi, sem litið hafa þessi mál athugað. Hver
veit, nema dæmi frá annarri listgrein, málaralistinni,
geti varpað Ijósi á það, sem hér um ræðir.
Áður en natúralisminn, — náttúruhyggjan —, varð
ríkjandi og úti-málverkið algengt og almennt, vakti
sú nýja tegund málverka almennt hneyksli, og það var
siðræn hneykslun. Það var svo sem auðséð á skammar-
74