Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 78
er litið á sérhverja tilraun í þá átt að fá menn til þess.
að athuga eitthvað frá nýju sjónarmiði sem ósvífn-
ustu árás á liina sæluþrungnu leti þeirra. Og lieilög-
ustu réttindi hinnar andlegu millistéttar er rétturinn til
andlegrar Ieti, og þann rétt ver hún fram í rauðan dauð-
ann. Herópið ætti eiginlega að vera: Látum lifið held-
ur en að hugsa!
Yæntanlega skýrir þessi hliðstæða, livað ég á við með
þvi, að allur verðmætur skáldskapur, þ. e. allur skáld-
skapur, sem geymir nýja athugun og nýja þekkingu,.
feli í sér siðrænt gildi, siðræna þýðingu. — En efninu
yrðu seint gerð full skil, ef ræða ætti á svo hreiðum
grunni samhand skáldskapar og siðernis. Ég verð því
að láta nægja að ræða um einfaldasta atriði, þann
skáldskap, sem liefur ákveðið, markvisst takmark auk
hinna listrænu markmiða. -—- Nánar tiltekið er það sá
skáldskapur, sem fæst beinlínis við siðræn eða félags-
leg viðfangsefni.
Athugum fyrst að nokkru þau örlög, sem mæta þeim
skáldum — og þeim skáldverkum, — sem afhjújja ríkj-
andi siðerni og ráðast á það, — þ. e. a. s. sem ætla sér
að breyta og hæta siði vora. Sagan sú er lærdómsrík.
Það liggur hendi næst að taka það dæmið, sem við
Norðmenn þekkjum hezt, sögu Ibsens. En gleymið ekki,.
að hún er aðeins einstakt dæmi. Saga hins uppreisnar-
gjarna skálds er jafnan sú sama að undanskildum fá-
um og' smáum tilbrigðum, — sú sama fyrir liundrað
árum, sú sama eftir hundrað ár. Saga heimsbókmennt-
anna er svo að segja röð slíkra sagna.
Aldarafmæli Ibsens héldum við liátiðlegt i Osló í
marz 1928.
Þá var mikið uin dýrðir. Veizlur og liátiðarsýningar
stóðu óslitið í viku. Ég tók þátt í öllu þessu í embættis-
nafni, og þegar allt var loks um garð gengið, var ég
að þrotmh kominn. Hátíðarsýningarnar voru stundum:
lélegar, þrautalaust var ekki að fylgjast með. Og mat-
76