Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 79
•iirinn allur, vínið og whiskýið lögðust á sömu sveif.
En það voru þó ræðurnar, sem gerðu út af við mig.
Maður varð einkennilega utan við sig i öllu þessu
ræðuflóði. Loks var svo komið, að full þörf var að
minna sjálfan sig á, að umræðuefnið væri Ibsen sjálf-
ur. —• Ibsen, Ibsen, gleymdu þvi ekki. Þvi að nú fór
ekki ósvipað og fyrir um það bil hundrað árum. Þá
var naumast unnt að koma auga á Ibsen i öllum púður-
reyknum frá stríðinu gegn honum. Nú grillti varla
í hinn raunverulega Ibsen fyrir svælunni af öllu þvi
reykelsi, sem brennt var honum til dijrðar.
Gestir komu úr öllum áttum, — frá lýðveldislönd-
um, einveldislöndum, lýðræðislöndum, auðstjórnar-
löndum, frá Ameríku, Rússlandi, ítaliu. Og allra flokka
menn: róttækir, íhaldssinnar, byltingarsinnar, aftur-
haldsseggir. Og liver og einn einasti liafði ekkert annað
en lofið eitt fram að færa um Ibsen, enginn hafði nein-
um andmælum að lireyfa gegn honum, öllum hafði
liann gert til liæfis. — En liið ömurlegasta af öllu var
þó, að svo var að iieyra sem allir töluðu í fullri alvöru.
Það varð ekki lijá þvi komizt að spyrja sjálfan sig:
Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Er mögulegt,
að húið sé að sigra og útrýma allri þeirri heimsku,
öllu því þrællyndi, sem Ihsen réðst gegn? Hafa allar
óskir laans og vonir rætzl mönnum til handa? Hafa
mennirnir og þjóðfélögin virkilega tekið slíkum risa-
framförum þessi ár?
O-nei, nei. Ekki er því að fagna. Bezta sönnun hins
gagnstæða voru allir þessir prúðbúnu ræðumenn sjálfir.
Beitti maður augum og eyrum nánar að þessum höfð-
ingjum, varð það ömurlega ljóst, að þeir voru því nær
allir nákvæmustu eftirmyndir þeirra persóna, sem Ib-
sen liæddi, afhjúpaði og húðstrýkti í leikritum sínum,
— þjóðfélagsstoðirnar, glamrararnir, hræsnararnir
sjálfsblekkjararnir. Það var hin furðulegasta reynsla
að sjá skvndilega í deyfð og værð veizlufagnaðarins
77