Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 80
persónurnar úr leikritum Ibsens rísa á fætur, hverja
eftir aðra Ijóslifandi og — kynna sig, gæti maður sagt.
Þarna var Steensgárd, þarna Bernick konsúll. Helmer
málafærslumaður hélt aðalræðuna. Og biðum nú við,
er; það ekki Kroll rektor, sem er að slá í glasið þarna?
Jú, hvort það er. Og síra Manders þakkaði fyrir mat-
inn. Þeim, sem ekki lét blekkjast af öllum liégóman-
um, birtust í þessum ræðugrúa nákvæmlega sömu lileypi-
dómarnir, sem Ibsen barðist gegn, sami yfirdrepsskap-
urinn, sami sjálfbirgin'gshátturinn, liugleysið, heimskan
og smásálarskapurinn.
En málið er ekki siður atliyglisvert sökum þessa, —
þvert á móti. Hvernig gat á slíku staðið, að allir þess-
ir menn voru hér saman komnir og hófu sinn eigin
dómara og refsivönd til skýjanna, — og svo rækilega,
að hann livarf því nær sýnum?
Þetta fyrirbæri verður skiljanlegt, jafnskjótt sem viS
veitum nánari athygli baráttu íhaldsseminnar og aftur-
lialdsins gegn þeim rithöfundum, sem leggja áherzlu
á að breyta siðerni voru. Stig þeirrar baráttu eru mörg
og einkennandi. Sérkenni hvers um sig eru einkum
fólgin í mismunandi bardagaaðferðum, sem beitt er.
Fyrst og fremst er þögninni beitt, lítilsvirðingunni.
Menn yppta öxlum. En þessi ráð lirökkva skammt. Strax
og afturhaldið verður þess vart, rís það á afturfæturna
í siðrænni hneykslan, heilagri bræði, felmtri og skelf-
ingu, fítonsandinn nálgast sturlun. Þá eru öll ráð góð,
engar eggjar eitraðar um of; útúrsnúningur, áreitni,
rógburður, fjárhagsleg ofsókn, bækurnar gerðar upp-
tækar, fangelsi, allt! Rifjið bara upp sögu Strindbergs,
Hans Jægers, sögu Byrons og Shelleys. Stundum fer
svo, að afturhaldið kemur uppreisnarseggnum á kné.
Dæmi eru til, að séð hafi verið fyrir Iionum að fullu.
En takist hvorugt, geisar orustan áfram, tíu ár, tuttugu
ár, þrjátíu ár. Þetta tímabil er blómaskeið hins upp-
reisnargjarna rithöfundar, sannkölluð sigurför. Þá nýt-
78