Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 81
ur liann áhrifa, vinnur á, skapar sér áheyrn. Nú eru
rit hans lesin, leikrit lians leikin, Ijóma frægðarinnar
stafar af nafni hans.
Frægt nafn er svipað og auglýsing, slíkt kann aftur-
haldið að meta. Þar eru völd og fjármunir sem bak-
bjarl. Nú blæs afturhaldið að nýju í lúðra sína og
breytir um aðferð, hugsar sem svo: Björgum því, sem
bjargað verður.
Nú hefur árásarliðið komizt að raun um, að æðið,
skammirnar og bölbænirnar liafa ekki tilætluð áhrif,
heldur þveröfug: auglýsa liöfundinn, úthreiða ágæti
hans. Og eins og samkvæmt eðlisávisun rambar þaö
á rétta úrlausn: Hver veit nema lof og hrós dygðu?
Hann lætur ekki bugast, þó að við kreppum krumlur að
hálsi lians. Hvað um það, við skyldum þó aldrei geta
gert honum óhægt um andardráttinn með því að vefja
hann örmum, kreista fast? Og sjá: Afturhaldið vefur
uppreisnarsegginn af sér, gerir hann að skjólstæðingi
sínum.
Þessi nýja stríðsaðferð hefst oft á þann hátt, að aft-
urhaldsblöðin og ritdæmar þeirra leggja fagurfræðileg-
an mælikvarða á þennan ónæðissama höfund. Þeir forð-
ast að minnast á stefnumið hans og skoðanir, en gera
sér mjög tíðrætt um liina listrænu kosti ritanna og form-
snilli. En vel á minnzt, þetta eru sömu blöðin, sömu
ritdæmarnir, sem í fyrstu æptu fjöllunum hærra, að
þessi sömu rit væru móðgun á liendur öllu, sem list
héti, saurgun á musteri skáldgyðjunnar, elcki-list, anti-
list! En ástæðna sinna vegna er afturhaldið jafnan
nauðbeygt til að leggja stund á minnisleysi. Því renn-
ur ekki einu sinni roði í kinn nú, er það lirópar liá-
stöfum: Lof sé þér, meistari!
Þeir gagnrýnendur, sem gefa sig fram til slíkra starfa,
nota sér blátt áfram þá fyrirlitningu, sem þeim er vel
ljóst að þeir hafa hlotið. — Með lofi sínu ætla þeir
að koma óorði á höfundinn í augum skynbærra manna.
7»