Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 82
Smált og smátt verður svo breyting á hvarvetna:
Hinn uppreisnargj arni liöfundur er ekki framar liinn
frægi maður einungis, hann er orðinn verzlunarvara,
verðmætur markaðsgripur. Leikliúsin sýna leikril lians
og liljóta fyrir lofsamleg ummæli, útgefendurnir senda
rit lians á markaðinn i risaupplögum, heildarútgáfur,
alþýðuútgáfur, — stóru íhaldsblöðin græða drjúgan
skilding á heljarmiklum auglýsingum. Þar eru prentuð
upp síðustu ummæli þeirra sjálfra, full virðingar i garð
höfundar, sem þau liata í laumi. En ummæli þeirra
um hann frá fyrri tímuin eru ekki látin fljóta með.
Svo rjúka jafnvel prestarnir upp til lianda og fóta og
jarma með í lofsöngskórnum. Nú er svo komið, að auð-
valdið og borgarastéttin hafa vafið uppreisnarsegginn
örmum, — og hversu ákaflega sem hann brýnir raust,
losnar hann aldrei úr þessum mjúku en þróttseigu
smokkfisksörmum.
Þegar því er svo loks lýst yfir, að nú hafi höfundur
:skapað sér öruggan sess, er það oft sama sem, að nú
sé hann loks vopnura sviptur og meinlaus gerr. En samt
sem áður hefur kannski ekki með öllu tekizt að breiða
yfir tilgang lians og stefnu. Þá er síðustu árásasveit
afturhaldsins sigað til áhlaups. Rit liöfundar seljast
þegar í stórum stíl, íhaldsblöðin viðurkenna liann, —
og nú koma málfræðingarnir eins og þeir eigi lífið að
leysa. Þegar þeir liafa lokið störfum, er hinn uppreisn-
argjarni ritliöfundur ekki á marga fiska. Nú er liann
orðinn klassiskur, sígildur, nú getur hann hreiðrað um
sig í mestu makindum í bókaskápunum. Öll ritin i
skrautbandi, það ætti ekki að fara amalega um hann
í hillunum úr þessu. Bókmenntasagan hefur gleypt
hann, — liann er orðinn efni i fyrirlestra og doktors-
ritgerðir. Ryki skýringa og útlistana sáldrar nú jafnt
og þétt yfir verk lians eins og logndrifu. -— Nú er brátt
að því komið, að stofna megi til minningarhátíða hon-
um til lofs og dýrðar.
.80