Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 84
meistari mikilúðugs stils, að tönn tímans hafi livorki
unnið á formfegurð né hreinu bókmenntagildi rita hans*
lifir skáldið áfram að vissu leyti, — lifir huldu höfði,
ef svo mætti segja, — liggur í nokkurs konar dvala
í hinum rökkurþungu heiðurssölum bókmenntasögunn-
ar. Og ekki er gott að vita, nema ný kynslóð, ný æska
hafi upp á felustað skáldsins þrátt fyrir þann fyrir-
fram-óhug gagnvart skáldinu, sem hin almenna viður-
kenning á þvi hefur sáldrað inn í liug þeirra, — jár
jafnvel þó að eitthvað af verkum „meistarans“ hafi
verið námsefni í skóla. Æskan getur tekið upp á því
að uppgötva hann aftur, og sú uppgötvun getur orðið
hættulegur orkugjafi. Þá ber svo við einn góðan veður-
dag, að ritdæmar afturhaldsins fella þann úrskurð, að'
nú sé ekki mikið að sækja til gamla skáldsins, lengur„
það sé orðið utanveltu, gamaldags, svo dæmalaust úr-
elt. Heppnist að fá þennan úrskurð viðurkenndan al-
mennt, er einskis á vant og fullkominn sigur unninn.
Það skáld, sem hinir fornustu og formyrkvuðustu í
landinu telja úrelt, — verður blátt áfram eitthvað á
borð við egypzkar múmiur i augum allra annarra.
Fyrir nokkrum árum reyndi Anders Stilloff að beita
Ibsen þessu loka-herbragði. „Afturgöngur“ urðu fyrir
því, — almáttugur, hve gamaldags, fjarlægt var ekki
rit eins og „Afturgöngur“, andvarpaði Stilloff. En hann
liefur kannski verið full fljótur á sér.
Sannleikurinn er sá, að á milli Ibsens og Stilloffs
er að minnsta kosti tveggja kynslóða vegur. En auð-
vitað svo að skilja, að Stillhoff yrði að bæta á sig minnst
tveggja kynslóða þróun til þess að komast þangað,.
sem Afturgöngur Ibsens byrja, því að þannig er
mál með vexti, að Ibsen lifir enn þann dag í dag, en
aftur á móti er Stillhoff i raun og sannleika steindauð-
ur. Við höfum bara látið undir höfuð leggjast að jarð-
syngja hann, svo að nú ráfar hann um án afláts, eins-
og sú alræmda, úrilla vofa, og hrópar kveinstöfmru
82