Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 85
„Ó, meltingarfærin mín, meltingarfærin min!“ Vofan
getur ekki melt Ibsen, vofunni er bumbult.
II. Um hugsanafrelsi.
Menningarbarátta öll, barátta öll í þágu gaumgæf-
ari þekkingar, í þágu framfara og framsóknar er að
eðli til barátta fyrir hugsanafrelsi, fyrir auknu and-
legu frelsi. Hugsanafrelsi er hvort tveggja í senn: sitt
eigið markmið og tæki til að ná nýjum markmiðum
á sviði vitsmuna, siðernis og félagslífs.
Þetta stríð geisar nú án afláts,ogvíglinan er löng.Verk-
efnin eru margvísleg og starfsskipting viðtæk. — Hvaða
sérhlutverki á svo skáldlistin og liðsmenn hennar að
gegna í þessari látlausu baráttu? En áður en þeirri
spurningu er leitað svars, er harla nauðsynlegt að at-
liuga nánar, hvað við er átt með orðinu liugsanafrelsi
— eða hvað ætti að vera átt við.
Eigi er unnt að færa fram neina tæmandi skilgrein-
ing á liugtakinu liugsanafrelsi, því að það er eitt þeirra
fyrirbrigða, sem ávallt er i liræringu. Hugsanafrelsi er
ekki slíkt liið sama í dag sem það var í gær. Það er
fjársjóður, sem eyðist, ef ekki er við liann aukið, fjár-
sjóður, sem alltaf verður að afla sér að nýju.
Þetta er flestum óljóst og undarlegt tal, því að flest-
ir halda, að baráttan fyrir hugsanafrelsi liafi verið
til sigursælla lj'kta leidd (í eitt skipti fyrir öll) ein-
hvern tima á tveim seinustu áratugum síðustu aldar
og þvi sé liugsanafrelsi eign okkar, sem við getum not-
ið í náðum áhyggjulaust. Eigum vér svo sem ekki per-
sónufrelsi, skoðanafrelsi, trúfrelsi?
Þessi algenga fullyrðing, að við eigum liugsanafrelsi,
lætur í mínum eyrum sem beizkasta skop, þegar þess
er gætt, að við njótum ekki einu sinni líkamsfrelsis
enn, sem lcomið er! Við vitum öll mætavel, að helm-
ingur mannkynsins, konurnar ræður ekki yfir sínum eig-
83