Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 86
in líkömum. Við vitum, að þjóðfélagið, og það jafnvel
i þróuðustu menningarlöndum, neitar konunni um
þennan rélt: að ráða sjálf sínum eigin líkama. Við vit-
um og, að til eru aðrar og löglielgaðar tegundir likam-
legrar þrælkunar, sem bitna á konum, körlum og börn-
um. —
En það er saga út af fyrir sig, — löng og ljót saga.
Hér látum við nægja að fást nokkru nánar við þetta
hugsanafrelsi, sem við erum svo hreyknir af að eiga.
Það liggur i augum uppi við einföldustu athugun,
að hugtakið lxugsanafrelsi liljóti að fela i sér frjáls-
ræði til að afla sér tækjanna, sem nauðsynleg eru til
að ávinna sér andlegt frelsi, en þau eru þekking. En
réttinum til sliks er lokið, einmitt um leið og barna-
skólaskyldan er á enda. En æðri skólarnir, segir fólk,
og háskólinn standa öllum opnir. Jú, jú. En slíkt er
hara orðtak, bull, þvi að öll framhaldsmenntun kostar
fé, beinlínis eða óbeinlínis. Og af því leiðir blátt áfram,
að tækifærin að afla sér þekkingar cru i reyndinni að
mestu leyti forréttindi hinna vel efnuðu. Og á þessu
sviði er svo órafjarri því, að frjáls samkeppni ráði, að
níu tíundu hlutar íbúanna eru útilokaðir frá að afla
sér þekkingar, tækjanna til andlegs frelsis. Það er ó-
fyrirleitnasta háð á hendur þeirn, sem þannig eru frá
fæðingu útilokaðir, að blaðra um hugsanafrelsi, á með-
an ekki er úr því skorið, hvaða börn eigi að njóta æðri
skólagöngu, eingöngu eftir hæfileikum barnanna, áhuga
og lineigðum, og á meðan þessi skólaganga er eklci með
öllu ókeypis til loka.
En liér bætist við enn eitt og annað. Þau börn, sem
af fjárhagsástæðum verða að liætta námi, er barnaskóla
lýkur, — en honum komast þau aftur á móti ekki und-
an, því að liann er lögboðinn —, eru meira að segja
kindruð að ná andlegu frelsi. Andleg þróun þeirra er
tafin svo sem föng eru á og að yfirlögðu ráði — með
trúarbragðakennslunni. Þeim er sagður sægur af hin-
84