Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 87
um kynlegustu sögnum austan úr Asíu, og gegn betri
vitund er reynt að telja þeim trú um, að þetta séu vís-
indaleg sannindi. Þeim eru innrættar hugmyndir og
lcreddur kristins siðar. Hinar goðsagnalcenndu og dul-
rænu kenningar lians: þrenningin,, faðirinn og son-
urinn, guðmaðurinn og mannguðinn, friðþægingin, lík-
ami guðs og hlóð í brauði og víni, eilíf útskúfun, sálu-
hjálp fyrir þjáningar annars, eilíf glötun, ef menn kyn-
oka sér við að taka á móti þessari sáluhjálp. Og þetta
allt, sem á sér enga skynsamlega þýðingu, er ekki að-
eins borið á borð sem vísindalegar staðreyndir, — lield-
ur sem enn þá fínni réttur og merkilegri. Það eru sem
sé opinberuð sannindi!
Það ætti að lig'gja skynbæru fólki í augum uppi, hve
mikla erfiðismuni það hlýtur að kosta hvern og einn,
sem nýtur ekki almennrar menntunar lengur en til 13
—14 ára aldurs, að losa sig úr viðjum alls þessa brjál-
aða og ruglandi heilaspuna og hvílík hindrun þetta er
þeim einstaklingum, sem reyna að brjóta sér brant til
andlegs frelsis.
En þrátt fyrir þetta eru þeir til, sem halda þvi fram,
að við njótum trúfrelsis, og skírskota til þess, að læki-
færi sé til þess að losa börnin við trúarbragðafræðsl-
una, að skírn og ferming séu ekki lögþvingaðar, að
liægt sé að segja sig úr þjóðkirkjunni, að kostur sé á
iiorgaralegri hjónavígslu, að ekki sé lagt bann við ýms-
um trúarjátningum, — sem eru þó að litlu frábrugðnar
lútherskum sið — o. s. frv., o. s. frv. En þeir, sem rök-
ræða svona, hljóta að tala gegn betra skyni og betri
vitnnd, ef þeir yfirleitt eiga yfir að ráða nokkurri vit-
neskju og bera yfirleitt skynbragð á nokkuð, því að þeim
ætti þó að vera ljóst, að allt þetta er vita gagnslaust í
reynd og veruleika, alveg vila gagnslaust, á meðan ríki
og þjóðfélag byggja eina sæng með kirkjunni, á meðan
ríki og þjóðfélag styðja boðun kirkjunnar og ala önn
fyrir prestaskara, sem þiggur laun fyrir að halda lífi í
85