Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 90
að ræða nema tákmörkum bundið skoðanafrelsi. I auð-
valdsríki finnast engin yfirvöld, sem stökkva upp á
nef sér, þótt svívirðingar séu látnar dynja á kommún-
ismanum. I kommúnistisku þjóðfélagi má hver, sem vill,
liella sér yfir auðvaldið. Spurnin er þessi: Hve nærri
má liöggva kapitalismanum í auðvaldsþjóðfélagi og
kommúnismanum í samvirku þjóðfélagi?
Samt er það svo, að hið takmörkum bundna skoð-
anafrelsi er nú rýmra en áður. Nú getum við óhult beint
sterkari atlögu að þjóðskipulaginu en forfeður okkar
gátu á sínum tíma. Hins vegar er því engan veginn
þannig farið, að valdliafar nútímans séu umburðarlynd-
ari að eðlisfari en stéttarbræður þeirra fyrr á tímum,
heldur er um það eitt að ræða, að þeir eru smeykari,
þeir eru ekki eins öruggir. Og það er út af fyrir sig
drjúgur ávinningur. Löngunin er við höndina. Fingurn-
ir ókyrrast, aðsóknin leggst í þá, — löngunin í kverka-
tökin. En valdhafarnir finna, að þá skortir styrk til
að kæfa niður skoðanir, sem þeir vit'a, að náð hafa tök-
um á álitlegum minnihluta meðal kjósendanna. Þessn
hefur þó að minnsta kosti lýðræðið áorkað.
O, jæja, jæja. Þó er þelta tiltölulega víðtæka tak-
mörkum-bundna skoðanafrelsi lítið annað en blekking-
in ein, þegar öllu er á botninn hvolft. Þess sjást glögg
dæmi aftur og aftur, er sérstaklega stendur á. Skoð-
anafrelsið er afnumið umsvifalaust og með harðneskju,
jafnskjótt sem þá atburði ber að höndum, að skoðana-
frelsið gæti haft bráða úrslitaþýðingu, gæti orðið vald-
höfunum skyndileg hætta, — með öðrum orðum, þegar
svo hagar til, að á skoðanafrelsið reynir og það ætti
að sýna, hverju það fær til leiðar lcomið. Og sömu leið
fer svo allt annað frjálsræði, allt frelsi yfirleitt.
En, góði bezti, þetta er allt gert í þágu landsins í
heild, þjóðarinnar allrar, er sagt. Já, hvort það er! Haf-
ið þið nokkurn thna vitað stjórn eða stjórnmálaflokk
lýsa yfir: Þessa glæpi drýgjum við í okkar eigin þágu
88