Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 92
Um þetta atriði hafa menn allalmennt óljósar og
öfugar hugmyndir.
Oft má sjá hlöð og gagnrýnendur bera rithöfundi á
hrýn, að þær hugmyndir, sem hann her fram, séu ekki
nýjar, segja að hugsjónir þær, sem birtast í verkum hans,
séu af öðrum liugsaðar áður. Fjarstæðari ákærur er
ekki unnt að bera fram: Aldrei hefur slíkt við borið
x allri sögu mannkynsins, að nýjar hugsanir eða hug-
myndir hafi í fyrstu komið fram í formi skáldskapar,
og sliks er vart von nokkru sinni.
Skýringin er sáraeinföld. Sá, sem gefið hefur nýrri
hugmynd líf, náð valdi á nýrri hugsun, lilyti að vera
grænjaxl, samtímis því að vera snillingur, ef hann hæri
fram hugsun sina eða hugmynd í formi skáldskapar —
.að því ógleymdu, að honum mundi yfii'leitt alls ekki
heppnast, þótt hann reyndi. Af þeim orsökum greip
Kopernikus ekki til ljóðagerðar, þegar hann ætlaði að
skýra fyrir öðrum, að jörðin gengi umhverfis sólu. Þess
vegna reit Darwin ekki bók sína um uppruna tegund-
anna eins og nýtt Robinson-Ivrúsóe-ævintýri. Þess vegna
gaf Marx ekki Auðmagnið út sem þjóðfélagsróman
og þess vegna lýsti Freud ekki sálgreinikenningunum
í leikriti. Enginn þessara manna var asni.
En nýjar hugsanir og hugmyndir eru bornar fram
að nýju í hinum lifandi skáldskap, — í ljóði, í sýn, í
mannlýsingu, i almennt skiljanlegri frásögn. — Um leið
eru þessar nýjungar sýndar í reynd gagnvart mannlegu
hugarfari, og einstaklingarnir tileinka sér þær. (Sál-
greiningin er síðasta dæmið). Og þá getur liæglega svo
farið, að nýju hugmyndirnar hljóti ekki aðeins óvænta
úthreiðslu, heldur einnig nýjan og óvæntan áhrifamátt,
—- einmitt vegna þess, að þær voru bornar fram að
nýju í skáldskap.
Þess megum við sífellt verða minnugir, að sérhver
ný sannindi eru misgerðir gegn hinu rikjandi þjóð-
skipulagi og vekja því heift valdhafanna, — þvi að ríkj-