Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 94
i viðburðarás skáldritsins. Þá skilst vörðum siðafars-
ins fyrst, að hættan vofi yfir.
Og bezt af öllu er það, að þarna liafa varðmennirnir
algerlega rétt fyrir sér, því að mörgum öðrum, sem.
fram að þessu hafa verið grunlausir eða látið sér á
sama standa, fer líkt og þeim sjálfum. Athygli þeirra
er vakin. Og liver veit, nema þeir fari að hrjóta heil-
ann. Það er alltaf hætta á ferðum, þegar menn fara
að hrjóta heilann. Þá er viðbúið, að þeir fari að tala
saman um lilutina. Umræður eru komnar af stað, víð-
tækar, almennar, í blöðum, á fundum, í samkomuhús-
um, í kaffihúsum. Skramhans alvarlegt ástand að tarnat
Því er sem sé þannig farið, að flestir eru gæddir svo-
snauðu ímyndunarafli, að þeim er um megn að greina.
nokkurn skýran veruleilc að haki þess, sem er enn þá
sérhæfing ein, sem aðeins er hugsað. Allt annað verð-
ur uppi á teningnum, er þeir sjá hið sama í hinum.
lifandi heimi skáldlistarinnar. Greiðasta leið til lieil-
ans liggur um augað. Það er allur leyndardómurinn i
liinni geysilegu útbreiðslu myndahlaða. Ritgerð og skáld-
saga (eða leikrit), sem fást við sömu hugmynd, eru
í svipuðu hlutfalli hvor við aðra og texti og myndir..
Skáldsagan sýnir hugmyndina í myndum, gerir hana
auðsæja, nærstadda, ásækna, nærgöngula.
Það, sem öðru fremur raskar sálarró siðgæðisvarð-
anna, er sá engan veginn ástæðulausi ótti, að álitsvald.
þeirra muni linekki biða, ef fóllc opni augun og taki
að hugsa. Það virðist þeim mundi óbætanlegt tjón, ó-
hamingja fyrir fólkið sjálft, fyrir þjóðfélagið, segja þeir
og halda kannski, að þeim sé þetta alvara. En þeir eru
að bera sjálfa sig fyrir brjósti. Þeir vita sem sé, eða
renna grun í það, að þeir liafa ofan af fyrir sér með
álitsvaldi sínu og afstöðu — andlega og Jíkamlega.
Hnigni álitinu, er öllu öðru vís afturför, félagsafstaða
þeirrar rýrnar og sjálfsvirðingin urn leið, tekjurnar
92