Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 96
og vandkvæði en við? Hvers vegna skylduð þið njóta
margrar þeirrar ánægju, sem við fórum á mis við i
lifinu og við nú í leyni ásökum okkur sáran fyr-
ir að hafa ekki haft kjark til að taka þátt í? — Nei,.
gegn sliku faraldri verður að vernda æskuna.
Nú er, til allrar ólukku, alltaf til æskulýður, sem
verður ekki tauti við komið, vakandi æskulýður, sem
eyðir tíma sínum í að hugsa og liagar sér eftir þeim nið-
urstöðum, sem hann kemst að, æskulýður, sem veit, hvað’
hann vill, sem lætur orðtök og málbelging ekkert á sig
fá, en lifir eftir eigin hyggju og samvizku. — En þessi
æskulýður er alltaf minnihlutahópur, úrval, fararbrodd-
ur. Og hann er fyrirfram glataður, svo að siðgæðisverð-
irnir eru ekki áliyggjum lilaðnir lians vegna. Sigli hann
i guðs nafni sinn sjó til helvítis.
Sá æskulýður er langtum fjölmennari, sem stendur
á báðum áttum milli nýs og gamals tima, nýrrar og
gamallar þjóðfélagsskipunar, nýs og gamals siðar. Það,
sem á ríður, er að vernda þennan hóp gegn skaðvæn-
um áhrifum. Og þeir rithöfundar, sem taka til meðferð-
ar á skynsamlegan og auðsæjan hátt vandamál æsku-
lýðsins sjálfs, eru ef til vill ísmeygilegastir allra afvega-
leiðenda lians. Æskan varðveilir sem sé alltaf eitthvað
af því ímyndunarafli, sem er sameiginlegt barninu og
skáldinu. Skáldlistin kemur henni því í opna skjöldu,
þar sem hún er næmust og minnst forliert, — eftir leið
lundarfars og greindar. Ef sú æska, sem stendur á
krossgötum milli forns og nýs, á háðum áttum, sér flókn-
ustu og sárustu vandamál sín endurspeglast skilin og
dýpkuð í hinum lífigædda lieimi skáldlistarinnar, get-
ur vel svo farið, að þá lifi hún þá stund, sem með öllu
leysi hana úr fjötrum óljósra hamlna af hálfdulræn-
um uppruna, losi hana við meinlokur, sem voru grýlu-
myndir einar, leysi hana frá kvíða, sem átti rót sína
i ótta mæðranna og illri samvizku feðranna. Vera má,
að slík skáldlist veiti fullnaðargrundvöll skoðun, sem
94