Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 97
æskan liefur lengi liallazt að, en ekki þorað fram að
þessu að treysta, staðfesti í brjósti hennar þá vissu,
að það siðræni, sem skynsemi hennar hefur boðið lienni
að fylgja, sé æðra siðgæði en það, sem henni hefur
borizt með miklum á,róðri frá prédikunarstólum og
kennaraborðum, — sé æðra siðræni einmitt vegna þess,
að það byggist á skynsamlegum rökum og er því rétt-
látara. (I Noregi hafa Ibsens, Kielland og Gunnar Hei-
berg unnið slíkt lausnarstarf.)1 2)
Þetta hefur svo í för með sér, að nokkur hluti þeirr-
ar æsku, sem var á báðum áttum, gengst opinskátt við
siðræni sínu og lifir í samræmi við það leystri sam-
vizku. Þetta er kallað á þvi furðulega máli, sem verðir
siðgæðisins, — einkum prestastéttin, — nota, að nú reyni
æskan ekki einu sinni að dylja skömm sína. Hvernig
hljóðaði þetta annars? — Áður syndgaði æskan í fel-
um með skömm og blygðun, en nú syndgar hún í sól
og sumardýrð með gleði í auga —. Svona djúpt er hún
sokkin. Slík er spilling tímans orðin.
Það er gömul staðreynd, að hræsnin sé gullhamrar
um dyggðina. En hvers konar dyggð er það, sem lætur
sér vel líka fagurgala úr þeirri átt? Svona er því nú
einu sinni farið með prestana, nú sem fyrir þúsund
árum: Þeir veita aflát fyrir liina leynilegu synd, en
ekki fyrir þá opinberu. Og það er í raun og veru næsta
eðlilegt. Ef fólk blygðast sín hvergi fyrir eitt eða ann-
að, er mjög líklegt, að það stafi af því, að það álítur
það verk eldd „synd“. Reyni það ekki heldur að draga
dul á þá skoðun, breiðist hún fljótt út til annarra.
Með þessu móti getur svo farið, að hinn samsafnaði
syndaforði rýrni allverulega, — og samlcvæmt margra
alda reynslu veikir það aftur á móti afstöðu presta-
1) Á íslandi hafa, öðrum fremur, unnið í svipa'öa átt Gestur
Pálsson, Þorsteinn Erlingsson, Davið Stefánsson (í fyrstu bók-
um sinum) og H. Ií. Laxness. — Þ ý ð.
95