Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 98
:skarans félagslega, siörænt og fjárhagslega. Eins og
læknarnir lifa á sjúkdómum, svo lifa og prestarnir á
;syndum. Þvi meiri synd, því stærri söfnuðir og feitari
cmbætti. Trauðla mundi lækni takast að telja mönn-
um trú um, að þeir væru dauðveikir, einmitt þá er þeir
eru bústnir af breysti og lífsorku, og að hreystin og
lifsfjörið væru sjálf einkenni hins eyðilagða lieilsufars.
En þetta er nákvæmlega hið sama sem prestunum hef-
ur nú í nærfellt tvö þúsund ár tekizt að telja kristnum
lýð trú um. Og á þessu hafa prestarnir þrifizt prýði-
lega. Þetta er meir en frámunalegt: Það er lýgilegt.
En það er satt.
Sá rithöfundur, sem auk listrænna ætlana á sér einn-
ig félagsleg og siðræn markmið með ritmennsku sinni,
hefur fyrst og fremst það hlutverk með liöndum að
ónáða lesendur, því að þá fyrst, er fólk verður fyrir
ónæði, er von um, að það fari að hugsa.
En höfundurinn þarf ekki að ásetja sér það bein-
línis, það leiðir alveg af sjálfu sér, um leið og hann
sundrar þeirri þoku siðræns og hugsanalegs lífs, sem
flestir ráfa í •—■ og er sýnu svartari en Lundúnaþok-
an. Hann leitast við að eyða blekkingunum, hjátrúnni,
vanahugmyndum og arfteknum skoðunum, öllum and-
legum tálvef — í þeim eina tilgangi að svipta hulu af
veruleikanum, koma fólki til að liorfa á liann ólijúp-
aðan. Það er ónæðið, sem heimsækir þá. Þá er það, sem
þeir fara að liugsa.
Ó-lió! æpir prestaskarinn, þjóðfélagsstoðirnar og sið-
gæðisverðirnir einum rómi: Þetta er hreinasta niður-
rifsstarf?
Ójá, víst er það niðurrifsstarf. Og í þessu efni er ná-
ið samræmi milli slikra bókmennta og yfirleitt alls
framfarastarfs á einu sem öðru sviði. Framför er fyrst
og fremst í þvi fólgin að rifa niður, rífa niður þau
virki, andleg og efnisleg, sem gera einstökum mönn-
-96