Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 104
finna, með live auðmjúku hjarta hún meðtók drottins
orð gegnum persónu hans. Hann kom oft heim til þeirra.
Já, hann var þar svo að segja daglegur gestur um
tíma.
— Þér eigið þarna ljómandi myndarlegan og falleg-
an dreng, Guðný min, sagði hann. Hann verður yður
vonandi til mikillar gleði síðar meir.
— Það vona ég hann verði, með guðs hjálp, sagði
móðirin klökk.
En drengurinn skildi ekki alvöru augnabliksins, varð-
andi hans eigin framtið. Hann stóð þarna íyrir fram-
an þau, þriggja ára snáði, í bláum matrósafötum, með
ber, kolmórauð linén og hendurnar fullar af mold og
sandi aftur á baki.
Þannig stóð hann og tautaði í sífellu:
— Henda git í pest! Henda gít í pest!
Móðir hans afstýrði mestu vandræðunum, tók hann
afsíðis og talaði við hann. Þetta var upphafið á stráka-
pörum Ólafs Ólafssonar. Hann gat ekki meira strax.
Sjö ára gamall neitaði Ólafur móður sinni að fara
í kirkju. Hvernig sem hún bað hann, sagði hann aðeins:
— Ég fer ekki.
Og er hún ítrekaði það enn, varð hann reiður og.
barði liana. Hún gafst þá upp, og var þetta mikil raun.
Hún reyndi þá að kenna lionum sjálf um guð. Hún
kenndi honum faðirvorið, en hann fór alltaf skakkt
með það. Hún kenndi honum vers og fallegar bænir,
en hann gat ekki lært þær.
Hún reyndi að innræta honum fagra lífsskoðun og
bað liann að vanda dagfar sitt, — því að i raun og
veru er hver og einn sinnar gæfu smiður, og eins og
maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera, sagði hún.
Hann virtist ekki skilja siðfræði liennar.
Hún las fyrir hann úr bibliunni og talaði við liann
um guð, sem skapað hefði allan heiminn, ríkti á himn-
um og væri algóður. En þegar séra Jón spurði Ólaf,
102