Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 106
og þrifalegur við skrifborðið sitt í fínni stofu. Þar sat
hann og handlck peningakassann sinn með hvítum,
sléttum höndum. Það voru ekki skorpnar vinnuhend-
ur. Sv*o opnaði hann peningakassann, þar sem heil
búnt af tíu og hundrað krónu seðlum lágu. Hann tók
á þessu, eins og þetta væru bara þýðingarlausir bréf-
miðar, stendur síðan upp, stór og tiginmannlegur, og
gengur fram að stoíudyrunum, þar sem þvottakonan
bíður eftir launum fyrir dagsverk sitt. Hann mundi
borga túkall fram yfir. Það var hún viss um.
Já, þegar hún lagðist til hvíidar og sá þetta fallega
barnshöfuð á koddanum fyrir ofan sig, þá fannst henni,
að engin móðir hefði nokkru sinni átt betra né fallegra
barn. Þá lokaði hún augunum í bæn til guðs um, að
draumurinn um framtið hans mætti rætast.
En raunveruleiki daganna, sem komu og fóru, virt-
ist setja sig upp á móti draumum hennar.
Eftir því sem Ólafur Ólafsson stækkaði, fór hann
að gefa sig meira að jafnöldrum sínum og kynnast
lífinu frá þeirra sjónarmiði. Og þegar hann þannig
hafði losnað frá einrænuliætti sinum og undan áhrifa-
valdi móður sinnar, var sem honum opnaðist nýr heim-
ur, þar sem allt var leyfilegt, og liann flutti þangað
inn, heill og óskiptur.
Innan lítils tíma mátti móðir lians komast að því,
sér til mikillar furður og sorgar, að liann lék sér að
því að kvelja skepnur. Aðeins níu ára gamall lék hann
sér að því að ná í rottur og mýs og kvelja úr þeim líf-
ið á liroðalegasta liátt, lialda kanínunum föstum, klípa
þær og berja, reyta stélfjaðrirnar af hænsnunum, rifa
vængina af flugunum, og einn daginn, þegar hún kom
heim, höfðu þeir, nokkrir strákar, tekið köttinn henn-
ar Imbu á loftinu, tjargað liann allan og kveikt síðan
í honum.
Guðnýju þvottakouu lá við örvilnun út af þessu til-
tæki, en hún afsakaði þó drenginn sinn. Hún vissi, að
104