Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 107
hann lilaut að liafa verið ginntur til þessa verks af
■öðrum, þrátt i'yrir það að hinir strákarnir fullyrtu, að
hann liefði átt upptökin. Hún ein vissi, live góður liann
var, samanborið við aðra.
Þetta varð til þess, að Ólafur Ólafsson leitaði ávallt
á náðir móður sinnar, þegar liann hafði framið eitt-
hvert óhæfuverk. Hennar dómstóll var honum í vil, og
i skjóli þess vann hann mörg sin strákapör.
Hún, sem ævinlega liafði verið svo friðsöm og dag-
farsgóð, varð nú stöðugt að eiga í orðasennum, erjum
og illindum við nábúakonur sínar og börnin á götunni.
Hún vissi, að drengurinn hennar var góður og saklaus,
hann var hara tekinn fyrir, af því að þau voru fátæk,
sagði hún. Henni datt aldrei í liug að láta liann verða
þess varan, að liún efaðist um sakleysi lians, og á
samhúð þeirra mæðginanna liafði þetta aðeins þau á-
hrif, að hún herti ósjálfrátt á hinum siðferðilegu pré-
dikunum.
— Öll ill breytni okkar mannanna kemur fram á
okkur sjálfum, Óli minn. Það liefnir sín síðar meir að
koma illa fram við menn og málleysingja. Elsku dreng-
urinn minn, mundu það. Eins og maðurinn sáir, svo
mun liann og uppskera. Þannig gat hún talað við
hann timuin saman, meðan hún sat hjá honum og
strauk hliðlega liina ljósu lokka lians. Það voru liinar
mestu yndisstundir móðurinnar.
Hann þagði ævinlega, meðan liún talaði þannig, og
þó voru þessar ræður honum ef til vill mjög á móti
skapi. Það var kannski ekki þaulhugsaður ásetning-
ur lians að þola þessi ræðuhöld hennar til þess að
brjóta ekki af sér liylli hennar, heldur miklu fremur
ósjálfráð eðlishvöt, sprottin af nauðsyn lians til þess
að lifa sínu iífi og fara sínu fram undir verndarvæng
móðurinnar. Yrði hún mjög margorð, reyndi liann með
hægð að leiða athygli hennar frá þessu.
Tiu ára gamall fór Ólafur Ólafsson í barnaskólann.
105