Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 108
Honum leiddist þar. Hann grét af leiðindum, og krakk-
arnir lilógu. En eftir stuttan tima fór þetta að lagastr
og liann lét þá kenna á hnefunum, sem lilógu. — Hann
var sterkur.
Þarna sat svo Óli hennar Gunnsu þvottakonu í skóla-
stofunni, bjartur yfirlitum, með blá augu.
Hann reyndi í fyrstu að taka eftir því, sem fram
fór, en fannst brátt, að það væri ofvaxið skilningi sín-
um, og liann missti áhugann. Bláu augun lians urðu
þokukennd og sljó, og hann lagði af í skólanum.
Þegar hann fann, að hann varð aftur úr við námið,.
bætti hann það upp með þvi að gera ýmis hrekkjabrögð'
og jafna um félaga sína, ef kennarinn sá ekki til. Það
hafði enginn þeirra við honum. Hann var stærstur og
sterkastur. Hann kom sér illa. Hann gat ekkert lærh
Guðný, móðir hans, afsakaði hann:
— Það þarf enginn að segja mér, að hann Óli geti
ekki lært, svo greint barn sem hann er. Hann hefur
bara ómögulegan lcennara.
Svo var skipt um kennara, en allt fór á sömu leið„
Óli fór bekk úr bekk. Allt árangurslaust. Móðir hans.
hafði kennt lionum að þekkja stafina. Hún hafði ekki
haft tíma til meira. En svo fór honum ekkert fram.
Hún grét í einrúmi. Henni fannst honum sýnt ranglæti.
Þetta var hennar eina barn.
— Þú verður að reyna að herða þig, Óli minn, sagði
hún. Ég, sem ætla að láta þig ganga menntaveginn, þeg-
ar þú ert búinn i barnskólanum.
— Ég vil ekki læra, sagði hann stuttlega.
— Þú mátt til, Óli. Ég vil, að þú verðir fínn maður,.
eigir gott heimili og umgangist heldra fólk, ekki bara
ræfla eins og mig og mína líka.
— Þú ert enginn ræfill, mamma.
— Ég meina, Óli minn, þú átt ekki að verða bara
verkamaður. Ekki af því, að það sé ljótt, nei, það meina
ég ekki. En það er svo erfitt. Heldurðu ekki, að þér
106