Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 109
þætli gaman að eiga þitt eigið hús og hafa sjálfur síma,
Óli?
— Nei, mamma, ég gef skít í þetta allt. Ég vil þá
bara verða sjómaður.
Hún fann, að hann var að þroskast frá lienni. Meira
að segja málfar hans var að fá annan blæ.
— Þú skalt aldrei verða sjómaður, ekki á meðan
ég tóri. Heldurðu, að mig langi til að missa þig í sjó-
inn eins og liann pabba þinn?
Hún klappaði á kinn hans, en hann varpaði bliðu
liennar frá sér.
— Ég hef ekki átt neinn pabba, sem fór í sjóinn,
— Guð hjálpi mér, hvað ertu að segja, barn?
— Slrákarnir i skólanum segja, að hann séra Jón
eigi mig, sagði Ólafur Ólafsson.
— Ef þú vogar að segja þetta, þá slæ ég þér utan-
undir. — Svona og betur!
Hún laust hann kinnhest, og Ólafur Ólafsson fór að
skæla og þurrkaði af sér tárin á treyjuerminni sinni.
— Ég bara — bara sagði — sagði það, sem strák-
arnir eru að striða mér með. Ég get ekki gert að
þessu.
— Það er satt, góði minn, þú getur ekki gert að þessu,
Fyrirgefðu mömmu. Fyrirgefðu mömmu, elsku dreng-
urinn minn!
Þá skældi hann meira og liætti ekki að skæla, fyrr
en hún lofaði honum í bió.
Svona gekk uppeldi Ólafs Ólafssonar, og árin liðu.
Hann var fermdur með þeim vitnisburði, að hann væri
tæpast læs og nafnið sitt gæti liann ekki skrifað villu-
laust.
Þetta var mikið áfall fyrir Guðnýju þvottakonu, en
liún lét þó ekki lnigfallast. Sjómaður skyldi hann aldrei
verða. Henni þótti að visu útséð um, að hann yrði lang-
skólagenginn maður. Yerzlunarmaður gat hann þá
kannski orðið, enda oft mest upp úr því að hafa. Hún
107